Skítug búr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Skítug búr

Post by sono »

Ég er að pæla las umræðu efni á barnalandi og las þar að einhver hafi farið í dyrabúð og öllbúrin voru græn af drullu !! er það ekki slæmt fyrir fiskana eða þeirra heilsu
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þau hafa sennilega verið græn af þörung. Hann er ekki slæmur fyrir fiskana en oftast ekki talinn fyrir augað.
User avatar
sono
Posts: 545
Joined: 06 Jan 2008, 16:40
Location: Reykjavik 112 , Grafarvogur

Fiskar

Post by sono »

:) okey
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það gæti verið gaman að fá hlekkinn á þessa umræðu á barnaland.is
Umræðurnar þar geta verið skondnar enda margir sem láta ljós sitt skína sem ekki voru upp á þaki þegar Guð deildi út gáfunum. :-)
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Vargur wrote:Það gæti verið gaman að fá hlekkinn á þessa umræðu á barnaland.is
Umræðurnar þar geta verið skondnar enda margir sem láta ljós sitt skína sem ekki voru upp á þaki þegar Guð deildi út gáfunum. :-)

hahahahhaha :lol:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

http://er.is/messageboard/messageboard. ... =52&page=1

hérna fann ég umræðuna, hún var þó að hugsa um velferð dýranna :P
-Andri
695-4495

Image
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Vargur wrote:Það gæti verið gaman að fá hlekkinn á þessa umræðu á barnaland.is
Umræðurnar þar geta verið skondnar enda margir sem láta ljós sitt skína sem ekki voru upp á þaki þegar Guð deildi út gáfunum. :-)

Var ekki ráðlagt þar að ef manni langaði að starta fiskabúri væri m.a hægt að hræra Kavíar útí volgt vatn og "voila" það varð líf :shock:
Ace Ventura Islandicus
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Andri Pogo wrote:http://er.is/messageboard/messageboard. ... =52&page=1

hérna fann ég umræðuna, hún var þó að hugsa um velferð dýranna :P
Það er vissulega virðingarvert að hugsa um velferð dýra en ekki alltaf sem dýravernd og fáfræði eiga saman.
Flestar ef ekki allar verslanir á Íslandi hugsa mjög vel um dýrin og eru fiskar sjálfsagt ekki undantekning á því.
Þó fiskabúrið virðist skítugt er ekki endilega samhengi á milli þess og að fiskunum líði illa heldur jafnvel þvert á móti þar sem þörungurinn nærist á úrgangsefnum í vatninu og margir fiska éta þörunginn.
Búr full af þörung eru þó fráhrindandi og fólk sem vill eignast fiska fælist frá, ef búrin eru ekki falleg í búðinni þá telur folk oft að þau verði ekki falleg á þeirra heimili og það er alveg sjálfsagt að benda starfsfólki á að maður hafi ekki áhuga á að versla fiska úr búri sem varla sést inn í fyrir þörung.

Þess má líka til gamans geta að margar tegundir þeirra fiska og froskdýra sem seld eru í verslunum eiga náttúruleg heimkynni í drullupollum sem við mundum ekki stíga ofan í í stígvélum.

Það væri ágætt að einhver sem er skráður inn á barnaland setji þetta svar inn í umræðuna og jafnvel hlekk á umræðuna hér svo ekki komi til skipulagðra mótmæla fyrir utan þessa umræddu verslun.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

Búin :)

Var ekki viss hvort ég átti að skrifa nafn þitt undir, en ég sagði fiskamaður...æ er nú að fatta að það passaði ekki inn, heldur kannski fiska áhugamaður eða eitthvað því um líkt...hljómar annars eins og sjóari :lol:
En bæði eru það fiskamenn :wink:
Rembingur
Posts: 138
Joined: 13 Oct 2007, 15:00

Sumt fólk er nú ekki í lagi

Post by Rembingur »

Ef maður gæti horft í þingvallavatn í gegnum stóra rúðu þá væri landvörður að skafa glerið reglulega ef það ætti að sjást í gegnum það.
Rós
Posts: 128
Joined: 24 Jan 2008, 18:15

Post by Rós »

hahahahaha sé þetta svoooo fyrir mér... Fara í kafarabúning og skafa..neinei frekar eins og Deuce Bigalow

hahahahahahahaha :lol: :lol:
Post Reply