Page 1 of 6

156.000.- kr. Asísk arowana

Posted: 04 Mar 2008, 19:06
by Vargur
156.000.- króna Arowanan er kominn með framtíðarheimili.

Image
Búrið eftir að það var gert klárt í gærkvöldi.

Image
156.000 kallinn kominn í það.

Image
Þessi longnose gar er líka í búrinu og einnig tveir asian up-side down kattfiskar, tveir stórir Sae, nokkrir pleggar og brúskar.

Image
Grjótinu var skipt út fyrir rætur.

Image
Einhverskonar Javaburkni á trjárót.

Posted: 04 Mar 2008, 19:08
by Inga Þóran
ó mæ :lol:

til hamingju með hana :lol: þetta er svakalega flott!

Posted: 04 Mar 2008, 19:09
by Agnes Helga
vá, svoldið dýr fiskur, þú hlýtur að tryggja hann!! svo þú missir ekki þennan pening algjörlega ef hann drepst! :shock:

En flott er hún, hvað er hun stór?

Til hamingju!

Posted: 04 Mar 2008, 19:30
by JinX
til lukku með þetta... magnaður fiskur þarna á ferð, ég sá hann reyndar í búðinni og hélt bara að þetta væri prentvilla þetta verð og flissaði að þessu, svelgdist svo á kaffinu mínu þegar ég las hér að þetta væri rétt verð :lol:

Posted: 04 Mar 2008, 19:42
by Gudmundur
ég vona að þú hafir gert Kidda tilboð sem hann gat ekki hafnað

Posted: 04 Mar 2008, 19:51
by pípó
Ertu ekki að grínast :shock:

Posted: 04 Mar 2008, 19:58
by Ólafur
Til hamingju Hlynur með eðalgripin :)
Megi henni farnast vel hjá þér og lifa vel og lengi

Posted: 04 Mar 2008, 20:00
by keli
Til hamingju með þetta vargur, líst vel á þetta kvikindi! Hrúgaðu nú í hana rækjum og krill, þá verður rauði liturinn geggjaður. Ég var búinn að vera að leita að krill í einhvern tíma og fann hann í dýraríkinu, nýju búðinni. Rándýr fjandi, en gott að gefa með, þetta dregur rauða litinn alveg fram :)

Posted: 04 Mar 2008, 20:09
by Squinchy
Til hamingju með gripinn :D á síðan að skipta út báðum 400L fyrir 1000 long þegar hún stækkar :D hehe

Posted: 04 Mar 2008, 20:16
by Vargur
Gott að heyra með krillinn. ég hélt að hann væri ekki til hér.

Það er ekki á planinu að tryggja gripinn en væri gaman að kanna viðbrögðin hjá tryggingafélaginu.

Ég gleymdi að taka fram að í búrinu er líka tæplega 20 cm gullfallegur black ghost hnífafiskur, nú þaf ég að reyna að mynda hann.

Posted: 04 Mar 2008, 20:19
by pípó
Þegar ég var að skoða gripinn í búðinni og Gunni sagði að hann væri seldur þá grunaði mig ekki að þú værir sökudólgurinn,en til lukku með gripinn :wink:

Posted: 04 Mar 2008, 20:28
by Agnes Helga
hehe, sumir hundar sem kosta um 150.000 eru tryggðir, afhverju ekki fiskinn? :lol:

Posted: 04 Mar 2008, 21:21
by Ásta
:shock:
Maður verður nú að fá að koma og kíkja á þetta við tækifæri, ég sá hana aldrei í búðinni.

Posted: 04 Mar 2008, 21:23
by ulli
sælir...
til hamingju með dýrið.hvernig er það er ómögulegt að fjölga þeim í búrum?
ps þarftu ekki að fara að losna við rtc :D
og er hún örmerkt?

Posted: 04 Mar 2008, 21:45
by Vargur
Ég held að það sé alveg ómögulegt að fjölga þeim öðruvísi en í stórum tjörnum.

Já, hún er örmerkt og alles, eins og í X-files bara. :D

Posted: 04 Mar 2008, 21:52
by Jakob
Vargur wrote:Ég held að það sé alveg ómögulegt að fjölga þeim öðruvísi en í stórum tjörnum.

Já, hún er örmerkt og alles, eins og í X-files bara. :D
Allt hægt í nógu miklu plássi :D

Posted: 04 Mar 2008, 22:01
by lilja karen
til hamingu með fiskinn!!
álveg gullfallegur en smá í dýrarikantinum :P
er veskið ekki orðið aðeins léttara :lol:

Posted: 04 Mar 2008, 22:51
by jeg
Til hamingju með rándýra dýrið :lol:
Vonandi gengur allt vel.
Já endilega að tékka á tryggingu bara til að heyra viðbrögðin :D

Posted: 04 Mar 2008, 23:29
by mixer
TIL HAMINGJU Vargur !!!!!!!!! og svo bara smá pipar og örltila sítrónu þegar hún er orðin nógu stór :lol:

Posted: 04 Mar 2008, 23:31
by Andri Pogo
nohh til hamingju með þennan glæsifisk :-)
er þetta ekki örugglega Scleropages aureus ?

Posted: 05 Mar 2008, 00:13
by Amything
Nau nau til hamingju!

Þetta er baraaaa flott.

Fékkstu þennan Gohst Knife nokkuð í Dýragarðinum? Hvenær þá? Kannski minn fyrrverandi.

Posted: 05 Mar 2008, 00:22
by Vargur
Amything wrote: Fékkstu þennan Gohst Knife nokkuð í Dýragarðinum? Hvenær þá? Kannski minn fyrrverandi.
skamm, svona stóra Black ghost fer maður ekki með í búðina heldur auglýsir hér á spjallinu en nei, þennan er ég búinn að eiga síðan hann var bara lítill draugur.

Posted: 05 Mar 2008, 09:19
by Pippi
Til lukku félagi með þessa glæsilegu Arowana.

Posted: 05 Mar 2008, 11:09
by Brynja
Ég er orðlaus :shock:

Til hamingju, gangi þér vel með hana! :wink:

Megi hún lifa lengi fyrir ALLAN peninginn. :shock:

Posted: 05 Mar 2008, 13:24
by thunderwolf
til hamingju með gripinn Hlynur, hann er mjög flottur og á eftir að vera flottari, ég er einmitt búinn að lesa bókin um þessari fiska og fræða aðeins um þá, þetta er magnaður og hjátrúin í kringum hann susss ... hann á eftir að lifa í langa tíma, ég held að þú verður orðinn AFI áður enn fiskur deyr. ég get skrifað bókin fyrir þig í disk ef þú á hann ekki...

Posted: 05 Mar 2008, 20:19
by Mozart,Felix og Rocky
Til hamingju með gripinn :D Hann er ekkert smá flottur :D

Posted: 05 Mar 2008, 20:55
by Ari
:D :D hann er geðveikur vona að þetta geingurvel og að vona að hann stekur ekki upúr búrinu :P

Posted: 05 Mar 2008, 20:58
by Jakob
Hvað kostaði longnose :D

Svaka flott hjá þér og ég er að deyja úr öfund :lol:

Posted: 05 Mar 2008, 22:45
by Vargur
Longnose fékk ég að gjöf frá góðum manni.

Ég var að monta mig af drottningunni áðan og tók eftir því að sporðurinn er orðinn ansi tættur á henni en upside-down kattfiskarnir hafa verið að angra hana aðeins, sá stærri er um 20 cm og er ekkert hrifinn að Arowönunni, ætli ég verði ekki að hafa kattfiskana upp á eftir.
...kannski maður sjái samt bara til og athugi hvað Arowana þolir. :)

Posted: 05 Mar 2008, 22:56
by Ásta
Sjá hvað Arrownan þolir!!

Hlynur, þú tekur þessa Upside-down úr búrinu áður en þeir ganga frá henni. Maður tekur ekki svona fúla sénsa með hundraðfimmtíuogsexþúsundkróna fisk.