Jæja nú ætla ég að grisja aðeins úr 180L Búrinu.
[img][img]http://www.fishfiles.net/up/0803/n7ht9zvh_P1000209.JPG[/img]
[/img]Þetta er ungur Johannii kominn í lit sem ég ætla að selja og þarna fyrir aftan er falleg ung dama sem gæti farið með honum á vit ævintýranna. Einnig eru fleiri ungir kk sem eru ekki komnir alveg í lit.
[img][img]http://www.fishfiles.net/up/0803/k1e9zxxw_P1000205.JPG[/img]
[/img]Hérna eru þessir 2 sem fara að skipta um ham en þeir eru í raun 3 en sá þriðji er minni og á eflaust 1-2 mánuð í að skarta sínum lit.
---------------------------------------
Svo er ég með Fullorðinn Lombardoi kk sem hef skotið skjól yfir sem er í andlegum sárum eftir að hafa verið einn með 4 kerlum sem dóu vegna lélegra vatnsgæða. Þegar ég sá hann hjá kunningja mínum þá var hann orðinn dökk blár og át næstum ekkert og leið alls ekki vel. Ég tók hann með mér heim og setti hann í einangrun í 4 vikur og passaði vatnsgæði og svo eftir þá dvöl fór hann yfir í 180L Búrið með Johannii og eini litlu Lombardoi seiði sem ég tók með heim í einni verslunar ferðinni.
[img][img]http://www.fishfiles.net/up/0803/4sg6rqus_P1000202.JPG[/img]
[/img] Ég er að vona að einhver geti tekið við af mér og veitt honum stærra heimili því 180L duga vart fyrir þennan pilt mikið lengur. Ég ætla auglýsa þessa fiska fyrir klink og vona að einhverjir hafi áhuga og bæta nokkrum heilbrigðum fiskum í safnið.
------------------------------------------
Allar upplisýngar eru veittar í ( ep ) eða í síma 690-7115 eftir kl 15:00
Johannii og Lombardoi...Til Sölu...Klink Klink
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli