Page 1 of 7
Ferskvatnsskatan mín
Posted: 06 Mar 2008, 20:38
by keli
Mér áskotnaðist 2 nýjir íbúar í 530 lítra búrið mitt í dag...
Potamotrygon obignyi eða P. humerosa... Ekki alveg komið á hreint hvor tegundin þetta er
Smá myndasyrpa af kvikindunum...
Kerling
Karl
Sleppa karli
Sleppa kerlu
Karlpungurinn í búrinu
Þeir krúsa búrið eins og er... grrrríðarleg spenna!
Posted: 06 Mar 2008, 20:42
by Squinchy
Virkilega flott
, á ekkert að skipta út mölinni fyrir sand ?
Posted: 06 Mar 2008, 20:46
by keli
Er ekki alveg búinn að ákveða það... Sé hvernig þær spjara sig í þessu amk til að byrja með..
Posted: 06 Mar 2008, 20:46
by Hanna
helv... flottar
hvar fékkstu þær?
Posted: 06 Mar 2008, 20:54
by keli
Dýragarðinum.
Posted: 06 Mar 2008, 21:22
by jeg
Þetta líta út fyrir að vera soldið skemmtilegir fiskar.
Það verður gaman að fylgjast með þessu.
Posted: 06 Mar 2008, 21:43
by Ásta
Svo flotttttt... það er æðislegt hvernig þær hreyfa sig.
Posted: 06 Mar 2008, 21:48
by Andri Pogo
Posted: 06 Mar 2008, 21:54
by Anna
Váááá -
Ekkert smá fallegir fiskar. Geta þeir fjölgað sér í búri?
Posted: 06 Mar 2008, 21:55
by Brynja
Vá! til hamingju með þau!.. þetta finnst mér toppurinn!
finnst að þú verðir að skipta um sand og hafa hann hvítan..
Posted: 06 Mar 2008, 21:59
by keli
Anna wrote:Váááá -
Ekkert smá fallegir fiskar. Geta þeir fjölgað sér í búri?
Já, þeir geta það, en þurfa að stækka helling fyrst þar sem þetta eru bara ungar.. Þetta er hinsvegar karl og kerling, og í raun ekkert því til fyrirstöðu að þau fjölgi sér eftir 1-2 ár...
Fyrst þarf ég þó að fita þau þar sem þau eru frekar horuð. Þau eru að háma í sig rækjur akkúrat núna, þannig að þetta lofar góðu.
Posted: 06 Mar 2008, 22:01
by Ellig
Shit hvað þetta eru flottir fiskar gaman að sjá þetta
Posted: 06 Mar 2008, 22:04
by Höddi
Þetta er alveg geggjað
Það verður gaman að fylgjast með þeim.
Posted: 06 Mar 2008, 22:25
by Vargur
Þatta er alveg keppnis botnfiskar.
Posted: 06 Mar 2008, 23:09
by Rós
Ekki smá flottir!
eins clueless og ég er endrum nær þá hafði ég ekki hugmynd að svona fiskar væru til sölu einu sinni
Er svo ófróð eitthvað.
En ég var að skoða myndirnar, hvernig sérðu hvor er karl og hvor er kerling?
En allavega, þeir eru anskoti flottir og gangi þér vel
Posted: 07 Mar 2008, 01:10
by Inga Þóran
*sleeeeeeef* bara flottir!
Posted: 07 Mar 2008, 08:34
by keli
Rós wrote:Ekki smá flottir!
eins clueless og ég er endrum nær þá hafði ég ekki hugmynd að svona fiskar væru til sölu einu sinni
Er svo ófróð eitthvað.
En ég var að skoða myndirnar, hvernig sérðu hvor er karl og hvor er kerling?
En allavega, þeir eru anskoti flottir og gangi þér vel
Maður þarf að kíkja undir þá þegar þeir eru litlir... Karlarnir eru með 2 "typpi" undir
Svo gjóta þessi kvikindi lifandi afkvæmum.
Posted: 07 Mar 2008, 08:46
by Gabriel
Nauh
svalt, ég vissi ekki að það væru til ferskvatnsskötur
SKipta þær um lit eftir umhverfinu? Fannst hún svo ljós eftir að hú nsettist á botninn
Posted: 07 Mar 2008, 08:48
by keli
Gabriel wrote:Nauh
svalt, ég vissi ekki að það væru til ferskvatnsskötur
SKipta þær um lit eftir umhverfinu? Fannst hún svo ljós eftir að hú nsettist á botninn
Þær skipta aðeins um lit, en þetta er aðallega bara lýsingin og svona sem er að gabba mann á þessum myndum.
Posted: 07 Mar 2008, 08:49
by Gabriel
Já okei
snilldar fiskar
Posted: 07 Mar 2008, 11:57
by Jakob
Til hamingju með sköturnar keli
Hvað verða þær stórar (Frá enda hala til fremsta punkts)
Posted: 07 Mar 2008, 12:04
by keli
Síkliðan wrote:Til hamingju með sköturnar keli
Hvað verða þær stórar (Frá enda hala til fremsta punkts)
svona 60-70cm, diskurinn verður um 40cm.
Posted: 07 Mar 2008, 12:46
by Mozart,Felix og Rocky
keli wrote:Síkliðan wrote:Til hamingju með sköturnar keli
Hvað verða þær stórar (Frá enda hala til fremsta punkts)
svona 60-70cm, diskurinn verður um 40cm.
úff ,, verða bara stærri en hundarnir mínir
en ekkert smá flottir
til hamingju með þá
Posted: 07 Mar 2008, 13:01
by Birkir
Eru þetta fiskarnir sem voru í Dýragarðinum?
Posted: 07 Mar 2008, 20:52
by pípó
Fátæklingurinn þinn bara 70,000 kall pifff,annars til lukku með þetta ég hef alltaf verið hrifinn af skötum að vísu aldrei séð þær í búrum,sá annars þessa í búðinni og var gjörsamlega heillaður frábært hjá þér félagi
Posted: 07 Mar 2008, 20:57
by Agnes Helga
keli wrote:Dýragarðinum.
Birkir, já þær eru þaðan
Vá, ekkert smá flottar!
Posted: 09 Mar 2008, 08:56
by JinX
til lukku með þetta, þetta eru geggjaðar skötur
Posted: 09 Mar 2008, 22:47
by keli
Sköturnar tróðu sig út af rækjum áðan, átu báðar eins og meistarar og eru með alveg belg eftir þetta.
Sköturnar fengu svo fleiri fína búrfélaga núna rétt í þessu... Svolítið feimnir, enda bara búnir að vera í búrinu í 3mín þegar ég tók þessar myndir
Posted: 09 Mar 2008, 22:52
by Vargur
Þetta er meira flatfiska búrið.
Posted: 09 Mar 2008, 23:02
by Brynja
Vá þetta er alveg hrikalega flott hjá þér og framandi!
til hamingju með diskana!