Þá ber næst að nefna Jack Dempsey:
"Jack Dempsey Cichlid
Cichlasoma octofasciatum
Stærð: 25 cm.
Kynin: Hængurinner stærri og litskrúðugri en hrygnan og uggarnir spíssaðri. Annars er útlitsmunur lítill.
Um fiskinn: Þetta er ótugtalegur fiskur sem útskýrir hvers vegna hann er skírður í höfuðið á hnefaleika- kappa! Hann ætti bara að vera með fiskum af sömu stærð í búri, en það er auðvelt að ala hann og rækta undan honum.
Æxlun: Þessar siklíður hrygna á víðavangi og verja svo eggin og seiðin samviskusamlega. Þær hrygna reglulega yfir árið og allt að 500 hrognum í einu. Karlfiskurinn getur orðið mjög árásargjarn yfir æxlunartímann og jafnvel slasað kvenfiskinn sé hún ekki til í tuskið.
Uppruni: Norður og Mið-Ameríka: Atlantshafshliðin frá suðurhluta Mexíkó (Papaloapán-fljóti) til Hondúras (Ulua-fljóts)
Búrstærð: 400 l
Hitastig: 22-30°C
Sýrustig (pH): 7-8
Harka (gH): 9-20
Fóður: Þurrfóður, blóðormar, skordýr, smáfiskar."
Heimild tekin úr vef Furðufugla og fylgifiska
Þessir fiskar eru tiltölulega rólegir hjá mér allavega enn.
Flottir og tignalegir fiskar,hef orðið vitni samt að þvi að hann hefur verið að munnhöggvast við stærsta nýja Óskarinn minn en ekkert alvarlegt ennþá. Er með þrjá svona,held að það séu 2 kellur og einn kall en er samt ekki viss.