Ágengir Gullbarbar og hrygning

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Ágengir Gullbarbar og hrygning

Post by Hrafnkell »

Ég er með 7 gullbarba í búrinu mínu. Undanfarnar vikur (jafnvel mánuði) hefur einn fiskurinn verið að "fitna" svo um munar. Hún var orðin nánast afmynduð, minnti á offitusjúkling. Það var samt greinilega ekki um sjúkdóm að ræða þar sem öll hegðun var eðlileg og hreystrið fallegt osfr. Ég hef ekki miklar heimildir um kyngreiningu gullbarba en ímynda mér að þessi "fitabolla" sé hrygna. Hún er ekki með eins áberandi græna rönd og margir hinna auk þess að vera stærri og "feitari" í útliti. Það er algengt einkenni hjá mörgum smáfiskahrygnum held ég. Myndin sýnir bolluna og félaga hennar. Sjáið hve kviðurinn er stór og hve mikill munur er á lit á fisknum fyrir miðju og hinum.

Image

Í morgun var allt brjálað í búrinu hjá gullbörbunum (og er reyndar en 5 tímum eftir að ljósin fóru á). 4 gullbarbar eltu "fitubolluna" á röndum og reyndu að narta í hana. Nú þegar 5 tímar eru liðnir hefur "spikið" heldur betur runnið af bollunni. Hún er orðin nánast eðlileg í útliti. En eru þeir að elta hana. Öðru hverju hefur sést skæðadrífa hrogna aftan úr bollunni. Það er því ekki skrítið þeir elti hana. Þeir vilja auðvitað kavíar! :) Greyið hefur verið orðin svona stútfull af hrognum.

Þessa hegðun hef ég aldrei séð hjá gullbörbum í þau amk 3 ár sem ég hef haft þá.

Nýlega jók ég við lýsinguna í búrinu, uþb tvöfaldaði hana úr 2x18W T8 í 3x18W T8+ 1x24W T5. Hugsanlega er það skýringin á þessu. Margir smáfiskar hrynga við sólarupprás. Nú er ljósið kannski orðið nægilega mikið fyrir þessa? Einnig hefur hitastigið hækkað í búrinu við þessa auknu lýsingu (reyndar svo mikið að það gæti orðið vandamál). Hugsanlega er það líka skýringin.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég held að ljósmagnið skipti bara næstum engu máli með þetta... Þetta hefur bara verið í fyrsta skipti sem þú sérð þetta. barbar eru auðveldir í fjölgun, þeir gera þetta stanslaust og oftast missir maður bara af því.

Kerlan hefur kannski haldið í sér í einhvern tíma af einhverjum ástæðum, og svo loksins ákveðið að láta undan körlunum núna :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Blundar ekkert í þér Hrafnkell sú della að fara að rækta einhverja fiska ?
Barbarnir væru td. kjörið verkefni.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Vargur wrote:Blundar ekkert í þér Hrafnkell sú della að fara að rækta einhverja fiska ?
Barbarnir væru td. kjörið verkefni.
Jú ýmsar dellur fljúga gegnum hausinn á mér :)

Plássið hér í litlu íbúðinni okkar með 2 börn er frekar takmarkað þannig mikil ræktun verður það nú ekki. En í þvottahúsinu er 50 lítra búr tilbúið sem sjúkrabúr, eða það er opinbera skýringin á búrinu :) Mér hafði dottið í hug að fá zebra danioana til að fjölga sér í því. Barbarnir eru sjálfsagt ekki mikið flóknari.

En tíminn þessa dagana fer mest í bleyjuskipti, rop og þvíumlíkt :)

Aldrei að vita hvenær maður lætur renna í "sjúkrabúrið" :)
Post Reply