SAE?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

SAE?

Post by Steini »

er í lagi að hafa SAE með polypterus senegalus og gibba?
þarf svar fljótlega! :o
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: SAE?

Post by keli »

Steini wrote:er í lagi að hafa SAE með polypterus senegalus og gibba?
þarf svar fljótlega! :o
polyinn gæti étið sae þar sem sae fást venjulega frekar litlir í búðum. Stórir sae eru þyngdar sinnar virði í gulli :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Hvað er stór SEA ca. langur og afhverju eru þeir svona mikils virði ?
Bara smá forvitni :P
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

það segir sig eiginlega sjálft. siam alge eater, það er étur flesta þörunga og alltaf að
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Ég geri mér alveg grein fyrir því að fiskar eru verðmætari eftir því sem þeir eru stærri en eins og Keli orðar þetta þá eru þeir þyngdar sinnar virði í gulli. Þetta orðalag vísar til þess að þessir fiskar séu verðmætari eftir stærð en almennt gengur og gerist. Þess vegna var ég að spyrja s.s. hvað gerir SEA verðmætari en almennt aðra fiska við það eitt að stækka, eru þeir t.d. sjaldséðir á ákveðnum stærðum ?

Og hvað telst stór SEA vera langur ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ástæðan fyrir því að ég sagði þetta var bara sú að fólk tímir venjulega ekki að selja þá þegar þeir eru orðnir stórir, þeir stækka hægt og þeir geta verið viðkvæmir og drepist áður en þeir eru orðnir stórir
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Steini
Posts: 237
Joined: 21 Nov 2007, 16:40
Location: Sauðárkrókur

Post by Steini »

Hvaða fisk set ég þá í búrið til að losna við hárþörung?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mjög sammála þessu "Stórir sae eru þyngdar sinnar virði í gulli :)" á einn sem er 10cm (vantar bara sirka 4cm upp í fullan vöxt :D) og ég myndi ekki selja hann fyrir 10.000 :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Steini wrote:Hvaða fisk set ég þá í búrið til að losna við hárþörung?
Þú getur prófað Sae, þeir eru býsna snöggir gætu sloppið undan senegalus.
Þú getur fyllt búrið af gróðri sem vex mjög hratt og þannig haldið þörungnum niðri.

Annars gengur mér vel að halda þörungnum i burtu með stórum reglulegum vatnsskiptum.
Post Reply