Ég geri mér alveg grein fyrir því að fiskar eru verðmætari eftir því sem þeir eru stærri en eins og Keli orðar þetta þá eru þeir þyngdar sinnar virði í gulli. Þetta orðalag vísar til þess að þessir fiskar séu verðmætari eftir stærð en almennt gengur og gerist. Þess vegna var ég að spyrja s.s. hvað gerir SEA verðmætari en almennt aðra fiska við það eitt að stækka, eru þeir t.d. sjaldséðir á ákveðnum stærðum ?
Ástæðan fyrir því að ég sagði þetta var bara sú að fólk tímir venjulega ekki að selja þá þegar þeir eru orðnir stórir, þeir stækka hægt og þeir geta verið viðkvæmir og drepist áður en þeir eru orðnir stórir
Mjög sammála þessu "Stórir sae eru þyngdar sinnar virði í gulli " á einn sem er 10cm (vantar bara sirka 4cm upp í fullan vöxt ) og ég myndi ekki selja hann fyrir 10.000
Steini wrote:Hvaða fisk set ég þá í búrið til að losna við hárþörung?
Þú getur prófað Sae, þeir eru býsna snöggir gætu sloppið undan senegalus.
Þú getur fyllt búrið af gróðri sem vex mjög hratt og þannig haldið þörungnum niðri.
Annars gengur mér vel að halda þörungnum i burtu með stórum reglulegum vatnsskiptum.