ljósaperur í fiskabúr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
ljósaperur í fiskabúr
Ég er með juwel 70l. búr og keypti warmlight peru (15w) sem er að fara í taugarnar á mér þar sem mér finnst hún hrikalega gul. Mér var sagt að ég þyrfti helst að kaupa juwel peru þar sem hún passaði betur í þéttihringina en mér finnst hún vera laus í hringjunum og er ekki alveg að skilja þetta. Ég er með tvær mjög nægjusamar plöntur í búrinu, javamosa og anubias plöntu sem eru að þrífast mjög vel og er að spá í hvar og hvað ég á að kaupa.... eru þessar T8 perur ekki jafn breiðar? Get ég notað venjulega flúrperu? Það er alveg óhætt að ræða Kelvin við mig ég er þokkalega upplýst!
Ef þú hefur pláss fyrir 2 perur þá mæli ég með Sylvania Glolux og Daylightstar, var að næla mér í þannig áðan upp í dýralíf og diskusarnir mínir hafa aldrei verið flottari
Mæli allavegana með þessum 2
Mæli allavegana með þessum 2
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
mér hefur fundist mjög gott combo að hafa sylvania gro-lux fæst i rafkaupum á lítið, og svo philips aquarelle, hún var til í heimilistækjum síðast þegar ég vissi og kostaði um 1100 kall, mjög finn litur á henni.
annars virkar þetta allt svipað, bara að halda sig á milli 5000 og 10000K, ég er þó ekki hrifinn af litnum á perum undir 6500K
annars virkar þetta allt svipað, bara að halda sig á milli 5000 og 10000K, ég er þó ekki hrifinn af litnum á perum undir 6500K