sporðaklofningur hjá gúbbý :S

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

sporðaklofningur hjá gúbbý :S

Post by Sirius Black »

Jæja það er svoleiðis núna að á einum gúbbýinum er sporðurinn orðinn svona aðeins klofinn, ekkert að rakna upp á endunum, heldur hefur hann bara klofnað í tvennt á tveimur stöðum

Var að spá hvort að þetta væri eitthvað hættulegt eða hvort að þetta gerðist bara. Hann er með alveg rosalega stóran sporð allavega og ég sé ekki að þetta sé að há honum neitt, en var að spá hvort að þetta gæti verið einhver sjúkdómur eða eitthvað svoleiðis :roll:

Image
En hérna kemur mynd af þessu :)
200L Green terror búr
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er líklega bara eftir einhver sýningarlæti við kerlingu eða eitthvað svoleiðis. Ekkert til að hafa áhyggjur af nema það sé einhver aggressívur fiskur í búrinu með honum. Það er líka möguleiki að þetta grói saman.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

keli wrote:Þetta er líklega bara eftir einhver sýningarlæti við kerlingu eða eitthvað svoleiðis. Ekkert til að hafa áhyggjur af nema það sé einhver aggressívur fiskur í búrinu með honum. Það er líka möguleiki að þetta grói saman.
Það eru engar kerlingar í búrinu þannig að það er ekki ástæðan :P En kannski eru hinir stærri fiskarnir eitthvað að elta þá :roll: En ætla að sjá til hvort að þetta versni nokkuð :)
200L Green terror búr
Post Reply