Nano

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Nano

Post by Ásta »

Við félagarnir í Skrautfisk höfum lengi talað um að setja upp lítil búr og á seinasta fundi kom Herra Plexy með sýnishorn af búri sem hann smíðaði.

Ég var send með búrið heim og eftir að hafa þrætt fermingarveislur um land allt um helgina skellti ég mér í búrið (sko, skellti mér ekki sjálf í það... heldur dekkoreraði það :P )

Búrið er 15x15x30 að stærð.
Ég ætla ekki að hafa hitara eða dælu.

Image
Búrið í upphafi.

Image
3 bollar af sandi komnir í.

Image
Steinar sem ég veiddi upp úr frontósubúrinu.

Image
Ég fékk smið til að saga rót sem ég átti í tvennt og það tók hann smá tíma svo hörð var hún.
Litla plantan er anubias.

Image
Ekki veit ég hvað hin plantan hetir en ég átti hana fyrir í öðru búri.

Ég er ekki alveg búin að ákveða hvaða fiska ég set í en hallast að einhverjum litlum dverg- eða kuðungasíkliðum.
Svo er spurning um að setja litla ancistru?
Hvað finnst ykkur?

Svo er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að fylla búrið með vatni úr öðru fiskabúri eða á ég að láta nýtt og ferskt vatn?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vá þetta er rosa fallegt hjá þér Ásta :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Hehe filman er enn undir botninum......... Annars er þetta töff, er ekki málið 50/50 nýtt vatn og "notað" ?
Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Æ, helv... filman... ég smelli henni af.
Jú, notað vatn, mér líst vel á það því ég ætla að setja fiska í á morgun.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

Mjög flott,
hvernig er það.. eru það ekki bara kaldvatnsfiskar og bardagafiskar sem þola búr án hitara, ljóss og dælu?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Filman komin af ;)

Þetta búr mun koma til með að vera við stofuhita, það er alltaf svo heitt inni hjá mér.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

smart :!: þetta verður spennandi verkefni hehe :D
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Man ekki betur en eitthvað þessu líkt hafi jaðrað við illa meðferð á dýrum hérna um daginn. En sá mikið af svona dóti á Interzoo, hægt að gera margt sniðugt
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

animal wrote:Man ekki betur en eitthvað þessu líkt hafi jaðrað við illa meðferð á dýrum hérna um daginn.
Hvað þá, lítið búr eða enginn hitari/dæla?

Ég fór í dag í Fiskó og keypti 5 Iriatherina werneri sem er regnbogafiskur. Afskaplega smár og fallegur.
Ég hafði hugsað mér að setja litfagurt smásíkliðupar en kolféll fyrir þessum litlu gaurum.
Er búin að vera að djöflast með vélina og myndir á eftir eða morgun.
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

animal wrote:Man ekki betur en eitthvað þessu líkt hafi jaðrað við illa meðferð á dýrum hérna um daginn.
Það er ekki sama hver er. :twisted:
Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
Gabriel
Posts: 123
Joined: 14 Jul 2007, 01:55
Location: Húsavík

Post by Gabriel »

Hvað með súrefnismettun í vatninu? Nú gárast yfirborðið ekki neitt fyrst að þú ert ekki með dælu og lítið magn af vatni í þessu búri, kafna fiskarnir ekki á nokkrum dögum?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Er meiri hætta á að fiskar kafni í svona búri en kúlu?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Stærra yfirborð í þessu búri en kúlu. Ætti alveg að vera í lagi svo lengi sem það sé ekki troðið if mörgum fiskum í :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Er þetta svona búr sem á að ganga sjálft án þess að það sé hugsað um það neitt sérstaklega eða? :oops:
200L Green terror búr
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

Iriatherina werneri

Post by Bruni »

Sæl Ásta.
Mér líst vel á þessar framkvæmdir þínar. Gaman þegar fólk hefur það góða sjón að það getur verið með fiska í þessum stærðarflokki. :wink: Á reyndar nokkra sjálfur. Iriatherina werneri eru snilldarfiskar, friðsamir og fallegir. Ég efa samt að þeim eigi eftir að líða frábærlega vel í litla búrinu þínu. Þeir þurfa að lágmarki 23°c en eru eflaust friskari við 25-26°c. og í ögn stærra búri, 60 l. er ráðlagt sem lágmark. Hitarar og hreinsitæki eru til fyrir nano búr. Ég vil samt ekki "skjóta þetta niður" fyrir þér, þ.a. prófaðu og sjáðu til.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég fór til augnlæknis fyrir ca. ári síðan og hann sagði mér að koma aftur þegar ég yrði fimmtug :D

Ég hafði ekki tekið eftir að þessir fiskar þyrftu svo stórt búr og var reyndar sagt að þetta væru fínir fiskar í svona lítið.
Þá hafði ég ekki hugmynd um að hægt væri að fá dælur o.þ.h. fyrir nano, er hægt að fá svoleiðis hér á landi?
Þeir eru sprelllifandi enn en eru dálítið upptrekktir, er það normalt?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nokkrar myndir úr búrinu, reyndist ekki auðvelt að ná almennilegum myndum. Ég reyndi hvítan bakrunn, bláan og engan.. anyway, hér er það skásta.

Image

Image

Image

Image

Image
User avatar
Mozart,Felix og Rocky
Posts: 409
Joined: 03 Jan 2008, 17:33
Location: 116 Kjalarnes
Contact:

Post by Mozart,Felix og Rocky »

mér finnst Iriatherina werneri ekkert smá flottir fiskar :D ,, hvar er hægt að kaupa sér svona og hvað kosta þeir :? ? en rosalega flott búrið hjá þér :D
Kv.Dízaa og Co. ;)
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

þetta kemur þrælvel út ásta :D
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Nú skil ég afhverju þér fannst þeir fölir :o
Ace Ventura Islandicus
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Gaman að þesu búri Ásta
ég hefði þó ekki valið þessa tegund í búrið þar sem þeir þurfa meira öryggi og hita til að sýna sínar bestu hliðar en vonandi verða þeir happy hjá þér
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það má vel vera að ég færi þessa fiska í nýtt búr eftir páskana, Bruni kveikti á nýju kerti hjá mér.
Annars er ég að fára úr bænum núna og óska ykkur öllum góðra páska.
Það mun ekki væsa um fiskana, þeir fá að éta daglega.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er allt sprelllifandi í búrinu enda hafa þeir fengið að éta daglega og eitthvað hefur verið skipt um vatn :-)
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Tók fiskana úr búrinu í dag og setti í 30 l. Tetra búr sem ég keypti.

Ég ætla að sjá til hvort/hvað ég fæ í þetta búr eitthvað sem þolir svalt vatn.
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

flott ávaxtaskál hjá þér. kannski að skella þeim í vatn og sjá til hvað kemur úr þeirri ræktun :P annars er jói í fiskhóst með bumblebee gubby þeir eru hentugir í hálfsaltvatn. hvað þeir kosta man ég ekki alveg en einhvað í kringum 1000 kallinn.

það sem ég er búinn að lesa mig til um hann er að þeir eru ekki með "sundmaga" þannig að hann er skriðkvikindi :lol: :lol:

heyri í þér í vikunni :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég var að tala um svalt vatn ekki salt :P
Post Reply