Þar sem ég sat og maulaði ristað brauð í morgun og glápti á búrið sá ég "rykkorn" í vatninu sem ég er ekki vanur að sjá. Það sem gerði það grunsamlegt var reglulegar hreyfingar þess.
Við nánari skoðun kom í ljós að þetta var stakt seyði sem hafði tekist að lifa af og fela sig innan um gróður.
Þetta var náttúrulega ákaflega spennandi. Það fanst kribbanum líka sem kom og át það