Grunsamlegt ryk á ferð

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Grunsamlegt ryk á ferð

Post by Hrafnkell »

Þar sem ég sat og maulaði ristað brauð í morgun og glápti á búrið sá ég "rykkorn" í vatninu sem ég er ekki vanur að sjá. Það sem gerði það grunsamlegt var reglulegar hreyfingar þess.
Við nánari skoðun kom í ljós að þetta var stakt seyði sem hafði tekist að lifa af og fela sig innan um gróður.

Image

Þetta var náttúrulega ákaflega spennandi. Það fanst kribbanum líka sem kom og át það :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Æ æ, gaman að sjá seiði og á það svo étið nánast samstundis. :?
Var það frá börbunum ?
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Börbunum eða daníóunum. Hef séð báðar tegundir hrygna nýlega.

Þetta líkist myndum af daníóaseyðum en trúlega eru þau öll eins hjá þessum smáfiskum fyrstu dagana.
Post Reply