Svooo gaman :)

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Svooo gaman :)

Post by iriser »

Í gær sá ég seyði í malawi búrinu mínu :) Ekkert smá skemmtilegt. Er búin að vera með rosalegan grænþörung vegna þess að sólin skín á búrið og hef ekki annan stað fyrir það. Svo settum við bara alveg fyrir gluggann sem skein í gegn og höfðum slökkt á ljósunum í búrinu í nokkra daga og þetta batnaði helling. Svo var ég að horfa á búrið í gær og sá þetta litla kríli skjótast eftir mat. Svo sá ég annað. Þau eru amk 2 af mismunandi stærð :)
Rosalega skemmtilegt! Skilyrðin í búrinu hljóta þá samt sem áður að vera ágæt fyrst þeir hrygna. Svo er ein kellan með stútfullan kjaftinn af seyðum :)

Jæja, þetta var voða gaman svona á páskunum :)
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Gaman að fá svona skemmtilegann páskaglaðning:D veistu tegundina á seiðonum?
Minn fiskur étur þinn fisk!
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Nei, hef ekki hugmynd, grunar reyndar king seize en veit það samt ekki nákvæmlega. Verður bara að koma í ljós :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ótrúlegt hvað svona seiðafundur getur glatt mann. Virkilega gaman að sjá þessi kríli skjótast milli steina.

Það er vonandi að þú getir haldið þessum þörung niðri.
Það er spurning hvort að filmur í gluggan hjálpi eitthvað ef þú villt ekki byrgja hann alveg.
iriser
Posts: 87
Joined: 27 Jul 2007, 14:36

Post by iriser »

Æ já þessi þörungur er hundleiðinlegur, vorum búin að ákveða að selja bara búrið því við höfum engan annan stað fyrir það en eftir að við settum fyrir gluggann og þetta fór að batna þá tímum við því ekki :D

Þessi seiði eru greinilega orðin einhverja vikna gömul því þau eru ekki það lítil, annað er alveg rúmlega 1 cm á lengd og hitt kannski hálfur, en eru bara 2 og greinilega ekki jafngömul því annað er mun minna en hitt. Núna sé ég þau þegar ég gef þeim að éta því litlu flögurnar fara niður og þau skjótast úr felustöðunum sínum og ná sér í æti :) Hrikalega gaman!

Svo er bara að bíða eftir að hin hrygnan sleppi seiðunum sínum og vonandi ná einhver af þeim að komast á legg :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Vá heppinn þú að fá svona páskaglaðning, til hamingju :D
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply