Ég var að spá í að fjölga fiskum í búrinu hjá mér en ég er með 2 skala , 2 gúrama og 3 gúbbýa og svo hreinsidýr sem sé SAE og otocinclus affinis held ég.
En var að spá hvort að ég ætti bara að fá mér eitthvað af þessum fiskum sem að ég er með eða hvort að það sé hægt að hafa einhverja aðra fiska með þessum langar nefnilega að fá mér kannski aðrar tegundir ef að það er hægt.
Það er rétt hjá Remba að fólk á til að fleima fullmikið hér. Sumar ábendingar eiga nokkurn rétt á sér og leiða vonandi til bætt málfars og betri spjallsiða en þessi hér fyrir ofan hjá AH er á mörkunum með að fá gula spjaldið.
Ef fólk vill ræða þetta eitthvað frekar þá er ágætt að gera það í Off-topic.
Víkjum þá að topicinu,
ég geri ráð fyrir að Sirius sé að taa um nýja 180 lítra búrið.
Persónulega myndi ég bæta við nokkrum skölum og jafnvel torfu af Svartneon og hugsanlega kribbapari.
Já, afsakið. Var bara með á heilanum enþá djók í þættinum þarna G-grín. Um legurnar.
Maður var hjá sála. (man ekki nafnið á sálanum.)
Honum fannst hann sjálfur svo leiðiinlegur þegar hann talaði við sjálfan sig, þá benti sáli honum á að skipta um legur, skemmtilegur:P.
En já, ég myndi hafa svona community búr, tetrur skalara, friðsælar dvergsíklíður - t.d. fiðrildasíklíður. Mikið af gróðri, t.d. valinsnera og anubias plöntur eru einfaldar og harðgerðar.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Rosalega er ég að spá í svona kribbapari, langar rosalega að prófa að rækta svona , en annars hvað þurfa þessi fiskar svona í það minnsta í búrstærð. Myndi t.d 30-40 L búr duga? eða þurfa þeir kannski eitthvað stærra. Og þá er verið að miða við að þeir yrðu bara einir í búri
Sirius Black wrote:Rosalega er ég að spá í svona kribbapari, langar rosalega að prófa að rækta svona , en annars hvað þurfa þessi fiskar svona í það minnsta í búrstærð. Myndi t.d 30-40 L búr duga? eða þurfa þeir kannski eitthvað stærra. Og þá er verið að miða við að þeir yrðu bara einir í búri
30-40 lítrar gætu alveg sloppið. Bara fylgjast vel með vatnsgæðum, sérstaklega til að byrja með. Svo er það bara að fylgjast með því að parið geri ekki útaf við hvort annað.
hehe, þá mæli ég með að hafa bara parið í búri sem er 30-40 Ég er með 60 L bara fyrir mitt par, og það er allt fullt af seiðum, orðin svona 1 cm, svo ryksugur. Skalarinn minn var líka orðinn frekar stór fyrir 60 L svo hann flutti til Hönnu
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Agnes Helga wrote:hehe, þá mæli ég með að hafa bara parið í búri sem er 30-40 Ég er með 60 L bara fyrir mitt par, og það er allt fullt af seiðum, orðin svona 1 cm, svo ryksugur. Skalarinn minn var líka orðinn frekar stór fyrir 60 L svo hann flutti til Hönnu
Hehe ég einmitt keypti mér stærra búr þar sem að 60L búrið var orðið eitthvað svo lítið fyrir skalana
En já ég er nefnilega búin að selja 60L búrið en svo allt í einu datt mér í hug að fara að koma upp einhverju ungviði af einhverri tegund og langar ekki í alveg 60L búr aftur og örugglega gaman að hafa bara par ein í búri, kannski minnstu líkur á að seiðin verði öll étin hehe