Clove oil?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Clove oil?

Post by gudrungd »

Jæja Vargur, það jaðrar við að maður fái bara e-mailið hjá þér til að fá svar við spurningum! :veifa: Hvað er þessi clove oil sem þeir mæla með á erlendum síðum til að "svæfa" fiska á mannúðlegann hátt? Hafið þið einhverja skoðun eða tillögur til að gera það? Ég held að gullfiskarnir mínir séu of hægfara og kjánalegir til að sinna þessu á náttúrulegann hátt! :hmhm:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég mæli með bara einhverju sterku efni, t.d. þynni, vodka, spritti eða einhverju slíku. Fiskarnir sprikla í 2-5sek og svo er það búið. Auðveldast fyrir sálina að drepa fiska þannig ef maður þarf þess á annað borð.


Ég reyndar tek af þeim hausinn, það er það allra fljótlegasta og mannúðlegasta, en það hafa ekki allir magann í það :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég er að vandræðast með seiði sem eru með hálfgerða krippu á bakinu, ætla bara að grisja aðeins og kannski ekki fæðast sem gúbbí í næsta lífi! :) Fyrst að maður er með samvisku þá er eins gott að nota hana, ég hef nú sturtað nokkrum niður þar til ég fór að lesa mér til og hugsa um þessa skemmtilegu ferð í gegnu klóakið.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

gudrungd wrote:Ég er að vandræðast með seiði sem eru með hálfgerða krippu á bakinu, ætla bara að grisja aðeins og kannski ekki fæðast sem gúbbí í næsta lífi! :) Fyrst að maður er með samvisku þá er eins gott að nota hana, ég hef nú sturtað nokkrum niður þar til ég fór að lesa mér til og hugsa um þessa skemmtilegu ferð í gegnu klóakið.
Fyrir svona litla fiska þá mæli ég með bara þynni, spritti eða acetoni, eftir því hvað þú hefur handhægt. Það virkar um leið og fiskarnir "þjást" eins stutt og mögulegt er.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Re: Clove oil?

Post by Hrafnkell »

gudrungd wrote:Hvað er þessi clove oil
"Clove" er negull á íslensku.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Re: Clove oil?

Post by keli »

The compound responsible for the cloves' aroma is eugenol. It is the main component in the essential oil extracted from cloves, comprising 72-90%. Eugenol has pronounced antiseptic and anaesthetic properties.
Sneðugt. Ef þú finnur ekki negulolíu þá geturðu kannski fundið eitthvað sem heitir eugenol.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Clove oil?

Post by Vargur »

gudrungd wrote:Ég held að gullfiskarnir mínir séu of hægfara og kjánalegir til að sinna þessu á náttúrulegann hátt! :hmhm:
Það eru líka alltaf menn hér á spjallinu sem eru til i að taka svona fiska fyrir monsterin sem geta sinnt verkinu.

Það sem ég hef gert ef ég er með fiska sem eru td of hraðsyndir fyrir monsterin er að setja þá í dollu og láta svo renna heitt vatn ofan í.
Ég hef líka sett þá í dollu og inn í ískáp eða frysti, þannig held ég að slökkni bara á þeim en þeir kveljist ekki.

[/img]
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

nú ætla ég að svara sjálfri mér ef það gæti kannski hjálpað öðrum... ég fann þetta á netinu, passar alveg við þær upplýsingar sem þið góða fólk höfðuð gefið mér http://www.heilsa.is/heilsa/baetiefni/? ... d=17577147

ég prófaði sprittið áðan, tók heldur langan tíma fyrir minn smekk, eitt ótrúlega kraftmikið seiði sem var lengi að berjast.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

gudrungd wrote:ég prófaði sprittið áðan, tók heldur langan tíma fyrir minn smekk, eitt ótrúlega kraftmikið seiði sem var lengi að berjast.
Já, það fer líka líklega eftir því hvað sprittið er sterkt... kannski betra að nota bara vodka? :)


Annars notaði ég þynni bara fyrir 3 dögum til að drepa nokkrar ormasýktar gúbbíkerlingar og það tók max 3sek.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Átti ekki vodka... held að bjór eða rauðvín myndi ekki duga! :lol: Heyrðu ég á víst brennivínsfleyg í frystinum síðan á þorranum í fyrra!
Post Reply