
Ég er s.s. komin með 220l Rena búr og hef áhyggjur af því að fiskarnir séu ekki að fá nóg súrefni. Þeir eru ansi mikið upp við yfirborðið eins og þeir séu að sækja sér súrefni.
Hér er mynd af búrinu

Það er s.s. slanga úr dælunni sem endar (sjá hægra hornið) á röri með fullt af götum og þar kemur vatnið út. Er þetta ekki nóg. Á ég kannski að hafa þetta hærra uppi eða neðar ?
Ég skipti um 25% af vatni í dag og mér fannst fiskarnir ekkert lagast við það.
Hvað segja fróðir menn um þetta ?