Búið að éta sporðinn

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Búið að éta sporðinn

Post by Anna »

Ég er/var með 4 skalaseiði. Það stærsta var tæpur cm á lengd og komið með bakuggann.

Ákvað að setja þau í 60l búrið með 7 kribba unglingum, 3 gúbbum, 1 lítilli ancistru og sniglaplágu.

Setti 1 til að byrja með í búrið, það stærsta og kröftugasta. Á innan við 20 sek var búið að éta ALLAN sporðinn af því og mér tókst að bjarga því með naumindum uppúr aftur :cry:

Þetta gerðist í gær. Í dag er það lifandi, getur komið sér áfram, en það er ekkert eftir af sporðinum. Vex hann aftur eða borgar sig að farga því?
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Engar áhyggjur sporðurinn vex aftur á nokkrum vikum
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ef seiðið nær að éta og sporðurinn er ekki étinn ofan í kviku þá nær það sér líklega. Fylgstu bara með því að það komi ekki fungus í þetta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Seiðið étur - en ég held að sporðurinn sé alveg étinn ofaní kviku.

Hvernig kem ég í veg fyrir fungus - það er lifandi gróður hjá þeim.
Post Reply