Page 1 of 1

Arowana sem gæludýr.

Posted: 20 Jan 2007, 18:18
by Vargur
Þar sem maður er orðinn stoltur eigandi af drekadrottingunni Arowana þá er maður búinn að vera að hamast við að skoða Arowana síður á netinu og rakst meðal annars á þetta myndband.

http://www.youtube.com/watch?v=mEuYGQIwEEI

Viltu fisk sem þú getur klappað, skelltu þér á Arowana.

Posted: 20 Jan 2007, 18:25
by Ásta
Þetta er flott.

En veistu hvernig gengur að fjölga svona fiskum í venjulegum heimabúrum?

Posted: 20 Jan 2007, 18:27
by Gudjon
Til hamingju með þennan.

Ég verð að segja að hann kittlaði mig þegar að ég sá hann, en ég dró mig til baka og ákvað að fara hægt í hlutina

Posted: 20 Jan 2007, 18:43
by Vargur
En veistu hvernig gengur að fjölga svona fiskum í venjulegum heimabúrum?
Mér skilst að þessi týpa (Arowana Black) sé ekki auðræktuð og séu nánast eingöngu villtveiddar. Einhverjar týpur er hægt að rækta og ef ég man rétt er sú Asíska ekkert svakaefrfið í ræktun ef plássið er gott.
Hér er mjög flott myndband af Aro mömmu að passa börnin.
http://www.youtube.com/watch?v=S2KVGXU4lzI
Ég verð að segja að hann kittlaði mig þegar að ég sá hann, en ég dró mig til baka og ákvað að fara hægt í hlutina
... og fékkst þér þá chönnu sem verður rúmlega metri á lengd og getur varla verið með nokkrum fisk í búri ! :D
Ég lagði ekki í chönnuna. :oops:

Posted: 20 Jan 2007, 18:52
by Ásta
Þetta er góð mamma, hún skilar þeim aftur er það ekki?

Ekkert sérlega hreint glerið samt :P

Posted: 20 Jan 2007, 18:57
by Gudjon
Vargur wrote:
Ég verð að segja að hann kittlaði mig þegar að ég sá hann, en ég dró mig til baka og ákvað að fara hægt í hlutina
... og fékkst þér þá chönnu sem verður rúmlega metri á lengd og getur varla verið með nokkrum fisk í búri ! :D
Ég lagði ekki í chönnuna. :oops:
Já í sambandi við það þá áttaði ég mig ekki alveg á stærðinni :oops:
Ætli ég losi mig ekki við hana í framtíðinni

Posted: 08 May 2007, 16:19
by ulli
laetur mig bara vita tegar ad tvi kemur :wink:

Posted: 08 May 2007, 16:54
by Gudjon
ég er búinn að því hún fór uppí fiskabúr.is í sýningabúr og stækkar vel þar
Þeir fiskabúrsbræður eru að selja þessa týpu á slikk, kíktu á þá

Posted: 08 May 2007, 16:57
by ulli
hef att svopna adur en var ad flytja svo hun for med oskorunum og midasdinum i 650lt fiskikar nidri i vinnu.bordadi green terrorinn og stokk svo uppur :cry: their i dyrarikinu voru ad selja taer a 4000+ held eg

Posted: 08 May 2007, 16:59
by Gudjon
dýraríkið er langt frá því að vera málið í dag, tjekkaðu á fiskabúr.is Trönuhrauni 10 Hafnarfirði, þeir eiga hana til, ég skal veðja kettinum mínum uppá að hún sé ódýrari þar

http://www.fiskabur.is/

Posted: 08 May 2007, 19:20
by Vargur
10 cm kvikindi kostar 2.190.- Kr. í Fiskabur.is
Guðjón heldur kettinum.

Posted: 08 May 2007, 19:27
by Gunni
Það er greinilega ekki allir jafn hrifnir af þessum kvikindum.

Þessi ákvað að fóðra Piranha fiskana sína með Arowana

http://www.youtube.com/watch?v=W5rJZ2ovwiw

Posted: 08 May 2007, 20:17
by ulli
What a Waste :evil:

Posted: 08 May 2007, 21:51
by sindris
Gæti ég verið með 2 arowönur í tæplega 400 ltr búri ?

Posted: 08 May 2007, 22:25
by Vargur
sindris wrote:Gæti ég verið með 2 arowönur í tæplega 400 ltr búri ?
Já, já, en varla til frambúðar. Einhver 1-2 ár þó sennilega.

Posted: 09 May 2007, 11:27
by keli
Skildi ég þetta rétt, 2190kr arowana í fiskabúr.is?

Posted: 09 May 2007, 13:05
by ulli
nope þad er channa micropeltis

Posted: 09 May 2007, 17:42
by keli
ah já ok .)


dýragarðurinn á líka micropeltes, man ekki hvað þær kosta samt.

Posted: 09 May 2007, 18:23
by Gudjon
þar er verðið svipað, um 2200 kr minnir mig