kókoshneta

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

kókoshneta

Post by Tappi »

Ég ákvað að kaupa kókoshnetu til að setja í búrið í staðin fyrir blómapotta en ég er ekki viss hvernig á að verka þetta.

Ég er búin að saga aðeins af endanum og hella safanum úr. Þarf að hreinsa allt kjöt innan úr kókoshnetunni eða má eitthvað / mikið verða eftir inní henni.

Ég prófaði leitina hér en fann ekkert um kókoshnetur. Fljóta þær eða sökkva ? Þarf eitthvað að hreinsa þær að utan ?
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

hérna er eitthvað. Vona að þetta hjálpi :

Coconut Caves: DIY How To
By schfiftyfive12345

I have been told that coconut caves are the greatest, and I was in desperate need for some cheap caves for my kribs. So I went to the grocery store, and bought 1 coconut for 1.50$.
With this coconut I was able to make 2 caves out of it.
First I poked a hole in the top using a hammer and nail then drained out the coconut milk (into the sink or a glass if you want to drink it) then I cut it in half. My store sells the coconuts scored (cut almost in half) so I got a hammer and carfully tapped/hit the coconut until the score cracked then I pulled it apart, hammering as needed.

Once I got the coconut in 2 pieces I then took out the meat. You can do this with a spoon and keep it if you want to eat it. I then used a hammer and a wrench to "bash" out a cave entrance. It was very challenging not to make the cave entrance way huge. So I did it very slowly.
Once I did this I boiled the coconuts for 15 minutes then changed the water, because it was brown. Then I boiled it for 30 minutes and changed the water. Then another 30 minutes changed the water then I boiled it for an hour then changed the water. Then I put them in the tank. I boiled them so much because they can leach tannin into your water and turn your water brown. This tannin may not come out for a while so dont be scared if your water turns brown a little bit after you put the cave in (my water did not turn brown because of the time I boiled it.)

I'm very impressed at how natural they look. It is okay to leave all the little "hairs" on the coconut on or off in your tank. I took the hairs of one and left them on another. I like the caves better with the hairs, it looks so natural. Also if you have snails, plecos, cories. they love to suck on the inside shell of the coconut.

Tekið af: http://www.petfish.net/kb/
What did God say after creating man?
I can do so much better
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Takk fyrir þetta Hanna.

Ég hélt að kókoshnetan ætti að vera heil en þarna er talað um að skipta henni í tvenn. Hvaða leið hafið þið farið sem hafið gert svona ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Tappi wrote:Takk fyrir þetta Hanna.

Ég hélt að kókoshnetan ætti að vera heil en þarna er talað um að skipta henni í tvenn. Hvaða leið hafið þið farið sem hafið gert svona ?
Það skiptir engu máli, þú bara gerir það sem þér finnst flott. En það er augljóslega auðveldara að taka innan úr henni ef maður tekur hana í tvennt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Af biturri reynslu hjá mér verður að taka algjörlega úr henni allt,ég sauð hana líka til að vera viss enda kom mjög mikill litur í vatnið við suðuna svo bara kæla og í búrið með hana :)
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

pípó ertu með hana heila eða hálfa?

Það er þvílíkt mál að ná innan úr þessu kjötinu. Ætli það sé ekki auðveldara að sjóða fyrst og taka svo innan úr henni ?
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Ég er með hana heila,sagaði bara af endanum nógu stórt gat fyrir fiskanna að komast inn,Svo fékk ég mér stífann beittann hníf og skar inn úr.
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Jæja ég er búin að græja kókoshnetuna og setja hana í búrið :)

Ég sagaði af endanum, reyndi svo að skafa innan úr henni en það gekk illa. Ég ákvað því að bíða aðeins með það. Sauð hana svo eins og leiðbeiningarnar hér að ofan segja. Síðan skóf ég innan úr henni og gekk það mun betur og náðist að tæ ma hana alveg. Nú er bara að sjá hvernig gengur með hana í búrinu :-)

Þannig nú er maður útlærður í þessu :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Hehe eftir að ég sá þennan þráð ákvað ég að gera þetta líka og búa mér til mína eigin kókoshnetu en sá enga svoleiðis í Bónus þegar ég fór og ákvað því að geyma þetta. Datt svo inn í eina dýrabúð og sá svona tilbúnar á 200 kr stykkið (svona hálfar) og ákvað að sleppa bara við vesenið og kaupa tvær hehe :P en rosalega koma þessar kókoshnetur vel út :shock: mikið skárra en blómapottarnir sem að eru settir ofan í :P
200L Green terror búr
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Ég hef séð aðferð, þar sem kókoshnetan er skorin í tvennt. Svo er hreinstað allt innan úr henni og saumuð saman aftur....
Eða semsagt boruð göt og bundin saman..
jæajæa
Post Reply