Kostnaður við lítið heimasmíðað búr
Moderators: Vargur, keli, Squinchy
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Kostnaður við lítið heimasmíðað búr
Jæja ég hef verið að spá bara, en maður er bara að heyra af svona heimasmíðuðum búrum sem að eru nokkur hundruð lítra búr, en núna langaði mig að spyrja hvort að það sé hægt að búa til bara kannski 40-50L heimasmíðað búr og hvort að það myndi borga sig?
200L Green terror búr
Ef þú átt glerið fyrir, þá borgar það sig líklega. Ef þú þarft að láta skera fyrir þig glerið og allt það, þá tekur það því líklega ekki.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Ég var að smíða 83x40x40 og það kostaði mig 6-7þús með öllu. Það er hinsvegar ekkert ofurfallegt nema maður noti svart kítti. Annars er maður aðallega að borga fyrir lokið á verksmiðjuframleiddum búrum - það eru lokin sem gera búrin falleg.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
keli wrote:Ég var að smíða 83x40x40 og það kostaði mig 6-7þús með öllu. Það er hinsvegar ekkert ofurfallegt nema maður noti svart kítti. Annars er maður aðallega að borga fyrir lokið á verksmiðjuframleiddum búrum - það eru lokin sem gera búrin falleg.
Voðalega finnst mér þetta vel sloppið

Ég talaði við þá hjá íspan um daginn og ætlaði að tjasla saman búri sem
átti að vera 100*40*40 úr 6mm gleri.
Það besta sem þeir gátu gert var 17þús og eitthvað ..
Ég var ekki sáttur, þá þóttist hann eitthvað gera og græja og sló af
þessu verði 2000kall ég gat ekki annað en hlegið af þessu okri

Þið eruð asnar og ég er fífl..
Þess vegna getum við verið vinir;)
Þess vegna getum við verið vinir;)
Galdurinn er að láta þá ekki gera neitt nema skera glerið - Slípunin er það sem dregur verðið upp undir eins. Svo nota ég bara stein sem er notaður til að brýna hnífa (brýnistein?) og pússa kantana með honum þegar ég er búinn að setja búrin saman.
Þessi verð sem ég gaf upp eru með gleri frá íspan, án alls afsláttar - ég er apparently ekki nógu góður til að fá afslátt
Svo er maður í svona 1klst að setja þetta saman, með uppstillingu, kíttí og svo pússa kantana þegar það er liðinn sólarhringur.
Þessi verð sem ég gaf upp eru með gleri frá íspan, án alls afsláttar - ég er apparently ekki nógu góður til að fá afslátt

Svo er maður í svona 1klst að setja þetta saman, með uppstillingu, kíttí og svo pússa kantana þegar það er liðinn sólarhringur.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
keli wrote: Annars er maður aðallega að borga fyrir lokið á verksmiðjuframleiddum búrum - það eru lokin sem gera búrin falleg.
Já mér finnst einmitt búr verða að vera með loki til að vera mjög flott, þó að maður hafi nú séð hér á spjallinu loklaus búr sem að eru mjög flott.
En ég er hætt að pæla í svona heimasmíðuðu þar sem að mig langar að hafa lok og ef að maður kaupir lok þá er verðið orðið svipað held ég, með svona lítið búr , eins og ef að ég hefði keypt það bara í dýrabúð með loki og öllum græjum

200L Green terror búr
Ég nota eldspýtur, tek þær í burtu rétt áður en ég byrja að kítta.
Svo passa ég að gera ráð fyrir 2mm bili allsstaðar þegar ég panta glerið (auka 2mm hér og þar og svona)
Svo passa ég að gera ráð fyrir 2mm bili allsstaðar þegar ég panta glerið (auka 2mm hér og þar og svona)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 207
- Joined: 03 Jan 2008, 20:55
- Location: 201 Kóp Aldur: 23 ára
Brýni
Brýnisteinn=Hverfisteinn/nátturubrýni. Og btw, þá er ekki nauðsynlegt að búa til bil milli glers og kíttis og persónulega kýs ég að nota "milligrófan" sandpappír í að slípa niður glerkantana, works like a charm.keli wrote:Galdurinn er að láta þá ekki gera neitt nema skera glerið - Slípunin er það sem dregur verðið upp undir eins. Svo nota ég bara stein sem er notaður til að brýna hnífa (brýnistein?) og pússa kantana með honum þegar ég er búinn að setja búrin saman.
Þessi verð sem ég gaf upp eru með gleri frá íspan, án alls afsláttar - ég er apparently ekki nógu góður til að fá afslátt
Svo er maður í svona 1klst að setja þetta saman, með uppstillingu, kíttí og svo pússa kantana þegar það er liðinn sólarhringur.
Það er nauðsynlegt að hafa bil á milli þegar maður er að gera búr í stærri kantinum. Ég notaði sandpappír fyrst, en svo varð ég of ákafur og reif hann og skar mig á glerinu þannig að ég nota bara steininn - öruggara 

Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Það er ekki alveg jafn auðvelt og það hljómarPiranhinn wrote:En svo með kíttunina þá er bara hægt að setja kítti á endilanga gler endann áður enn þú leggur hliðina að og slétta svo úr því sem klessist út úr samskeytunum... Kítta svo innan á glerið þegar þetta er þornað ef þörf þykir á.

Það er ágætis ástæða fyrir því að það er mælt með því að stilla upp öllu draslinu fyrst og kítta svo - það er einfaldlega miklu miklu þægilegra, believe me

Ég hef amk prófað þessar báðar leiðir og fannst "mín" leið ansi mikið auðveldari. Kíttið lætur ekki sérstaklega vel að stjórn þegar maður er að reyna að púsla svona saman og kítta bæði í einu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
- gunnarfiskur
- Posts: 298
- Joined: 18 Jun 2008, 15:30