Ertu bara með sand úr íslenskri fjöru (þessi svarti)? Ertu þá að blanda sjó í svona lítið búr eða ertu með íslenskan sjó? Hreinsaru hann eitthvað áður þá og hvernig? Hvernig er með dælur, skimmar og þannig nauðsynlegt dót? hehe, flott búr, væri til í að prufa þetta
Er með svartan sand úr fjörunni, sauð hann í stórum potti og setti ofan í tómt búr, fyllti af vatni með slöngu og aus jafn óðum úr því með fötu þar til vatnið varð tært (var brúnt fyrst).
Er með íslenskan sjó tekin beint úr fjörunni, hreinsaði hann bara í búrinu með tveimur litlum dælum því að hann var frekar skýjaður fyrst. Fékk svo live rock og hvítan live sand sem að ég setti ofan á þann svarta, en sandurinn mun á endanum blandast allur saman þegar ég fæ mér sand shifters í búrið, er núna bara með eina eheim dælu sem að fylgdi búrinu og eina rena filstar iv2 dælu, en fæ RIO 180 Aqua Powerhead eftir ca. viku og þá fara hinar uppúr.
Þarf engan skimmer því að í svona litlu búri sjá örverurnar í live rockinu og live sandinum um að hreinsa fyrir mig og ég skipti um 5%-10% af vatninu vikulega til að halda nítratinu niðri, svo mæli ég með seltumæli saltmagnið í búrinu daglega og bæti við fersku vatni til að vega á móti uppgufun úr búrinu
Var áðan að panta eina tylft af blue leg hermit crab og eina tylft af bumble bee sniglum, ættu að koma eftir 2-4 vikur
Svo eru hellingur af feather duster ormum á steinunum, og líka af einhverjum litlum pöddum sem að skoppa í þörungnum, veit ekki nákvæmlega hvað þar er, svo kom ég auga á annan gler sæfífil áðan sem að ég þarf að eyða við fyrsta tækifæri.
Ég setti líka helling af sea monkey eggjum út í vatnið um daginn og þeir eru gjörsamlega út um allt, ættu að vera fínasta fæða fyrir síarana í búrinu og fiskana, þegar þeir koma

Blue leg hermit crab

Bumble Bee Snails
Þessi dýr eiga að sjá um að halda búrinu hreinu og róta upp sandinum og rífa í sig þörunginn sem að er að taka yfir búrinu
