Kaju búr!

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Kaju búr!

Post by Karen »

Ég var að fá eitt 110 lítra Juwel Record búr frá aðila á spjallinu og er helv*** ánægð :-)
Ég er núna með:

26x neon tetrur
1x bardagakall
1x skala
1x ancistra

Svo er ég með plöntur sem ég veit ekki hvað heita.
Ég er ekki viss hvernig perur eru í lokinu en þær eru nú voðalega flottar finnst mér.

En allir fiskarnir eru rosalega rólegir eitthvað og liggja helst undur blöðunum á plöntunum :? örugglega bara allur æsingurinn í kringum búrið og fluttningar.
En ég ætla að byrja rólega og bæta svo við flottu kribbapari :D eða það er allavega það eina sem ég er búin að ákveða.

Hugmyndir vel þegnar um nýja íbúa :wink:

Læt eina mynd fylgja:

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Kunnuglegt búr. :)
Frekar tómlegt núna en það breytist sjálfsagt.
Perurnar eru Juwel Dayligt og gro-lux gróðurpera (aftari peran).
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Já kannastu við það :wink:
En já ég á eftir að breyta þessu :)
Er jafnvel að hugsa um að setja mini twister í búrið :-) ekki alveg viss :?
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

...

Post by eyrunl »

hmm ég hugsa að það væri líka mjög töff að raða upp svona steinum til að mynda litla helli fyrir fiskana :)
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Já það er kannski sniðugt :) ég finn eitthvað :wink: takk fyrir hugmyndina :)
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Jæja þá eru fiskarnir að hressast og eru ekki bara undir plöntunum en halda sig þó við botninn. Svo var fyrsti matartíminn áðan og þá fóru þeir nú að rífast um matinn :lol: og að sjálfsögðu var skalinn fyrstur að taka eftir mat og hentist upp.

Bardagafiskurinn er þó eitthvað að slappa af og hafa það kósý undir sem ofan á plöntum og er nú bara mun flottari í ljósi en ég hélt (var alltaf í ljóslausu búri) ég bjóst nú reyndar við því að bardagakallinn væri meira að ógna hinum búrfélögunum en hann er sá rólegasti í búrinu.

Á nú eftir að finna einhverja blómapotta fyrir Kribbapar í framtíðinni og kannski eitt stykku litla rót en ég á nú líka eftir að breyta plöntu röðun í búrinu.

Því miður eru nú 25xneon tetrur en ekki 26x einsog upprunalega því ein var frekar litlaus og var nú dauð við dæluna þegar ég kom heim úr skólanum. :(
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Jæja þá er ég búin að taka nokkrar myndir til að sýna ykkur :)
En vil bara segja að ég er með leiðinlegustu myndavél í heiminum því allar myndir sem eru teknar á hana eru svo rosalega óskýrar og hreyfðar :?

Enjoy :wink:

Image
Bubbi minn 8)

Image

Image

Image
Ný heildarmynd

Image

Image
Stærsti gróðurinn í búrinu er Mini Twister

Image
Og svo hann Bubbi að kynnast sjálfum sér :wink:
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

voða fínt hjá þér...
krúttleg síðasta myndin :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Hehe ég sá fyrst bara tvo bardagafiska á síðustu myndinni en ekki spegilmynd af einum :P

En annars flott búr og flottur bakgrunnur á því ;) er hann ekki svona límdur?
200L Green terror búr
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Þetta er bara plakat frá Juwel. :)
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Jæja þá er skalinn farinn og tetrurnar ánægðar.

En nú eru eftir:

25 neon tetrur
1 bardagakarl
1 ancistra (sem fer mjög lítið fyrir og gleymist oft)

En nú var ég að taka eftir að það eru fullt af litlum sniglabörnum í búrinu! :shock:
Og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera við þessu!!

Því ég er er nú ekki mikið fyrir snigla og vil nú helst ekki hafa þetta :? .
Post Reply