Hvar er nú best að koma fiskum í fóstur eða pössun í nokkrar vikur, svona rétt á meðan ég skrepp til útlanda? Ég er með tvo óskara og þrjár bronssugur...
... er jafnvel að skoða að gefa þá frá mér fyrir fullt og allt.
Geturðu ekki fengið einhvern til að gefa fyrir þig bara? Það ætti alveg að vera feykinóg ef viðkomandi kæmi 1-2x í viku.
Passaðu bara að vera búinn að setja akkúrat skammta í poka fyrir viðkomandi. Fólk gefur gjarnan of mikið sem er að passa, og það er verra en að gefa fiskunum ekki.