Gibbi sem að borðar lítið

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Gibbi sem að borðar lítið

Post by Sirius Black »

Gibbinn minn var alveg svakalega duglegur þarna fyrst að þrífa glerið en svo kemur þessi þörungur alltaf aftur og hann er ekkert að þrífa glerið núna :S er orðin frekar hrædd um hann því að ég veit ekki hvað hann er að borða annars. Var nefnilega með annan svona einu sinni í hinu búrinu og hann var alveg svakalega duglegur en svo bara hætti hann að borða einn daginn og veslaðist bara upp :S af engum sjáanlegum ástæðum. Vil ekki að þessi gibbi fari sömu leið þar sem að hann er svo svakalega fallegur :( En vonandi er hann að borða eitthvað og við höfum verið að gefa svona botnfiskatöflur sem að hann fær aldrei að hafa í friði því að gúramarnir eru sólgnir í þetta :P En vonandi fer hann að hressast og borði af glerinu líka :D

En veit einhver hvað gæti verið að, því að ekkert er að sjá að hinum fiskunum, nema otocinclus affinis og einum gúbba sem að hættu báðir að borða bara allt í einu :S
Eða á maður bara að vera duglegur að gefa honum botnfiskatöflu og vona að hann éti það og dafni? :)
200L Green terror búr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég setti þetta inn á umræðuna mína um búrið líka þannig að ég er búin að fá ágætt svar :) hélt bara að það væri meiri möguleiki á að fá svar hérna :P
200L Green terror búr
Post Reply