Gibbinn minn var alveg svakalega duglegur þarna fyrst að þrífa glerið en svo kemur þessi þörungur alltaf aftur og hann er ekkert að þrífa glerið núna :S er orðin frekar hrædd um hann því að ég veit ekki hvað hann er að borða annars. Var nefnilega með annan svona einu sinni í hinu búrinu og hann var alveg svakalega duglegur en svo bara hætti hann að borða einn daginn og veslaðist bara upp :S af engum sjáanlegum ástæðum. Vil ekki að þessi gibbi fari sömu leið þar sem að hann er svo svakalega fallegur En vonandi er hann að borða eitthvað og við höfum verið að gefa svona botnfiskatöflur sem að hann fær aldrei að hafa í friði því að gúramarnir eru sólgnir í þetta En vonandi fer hann að hressast og borði af glerinu líka
En veit einhver hvað gæti verið að, því að ekkert er að sjá að hinum fiskunum, nema otocinclus affinis og einum gúbba sem að hættu báðir að borða bara allt í einu :S
Eða á maður bara að vera duglegur að gefa honum botnfiskatöflu og vona að hann éti það og dafni?
Gibbi sem að borðar lítið
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Gibbi sem að borðar lítið
200L Green terror búr
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður