Hentar þetta?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Hentar þetta?

Post by Karen »

Ég er mikið að spá í að breyta búrinu mínu og er að hugsa um þetta:

25 neon tetrur
1 bardagakarl eða 2-3 bardagakerlur
10-15 gubbykarla
2 svarta gullfiska
Og svo einhvað að Ancistrum

Og svo ætla ég að hafa eingöngu Mini Twister plöntur og eina aðra sem ég veit ekki hvað heitir.

Með von um svar.

Kaja
User avatar
Hanna
Posts: 478
Joined: 10 Feb 2008, 16:55
Location: Álaborg Danmörk

Post by Hanna »

gullfiskarnir ganga held ég ekki í þessu.... þeir þurfa svo lágt hitastig
What did God say after creating man?
I can do so much better
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er allt í góðu nema með gullfiskana, þeir henta ekki í þetta búr.

Það geta skapast vandræði á milli bardagakarla og gúbba, en það er misjafnt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Mig langar líka rosalega að hafa eftirfarandi:

6-10 bardagakerlur.
25 neon tetrur.
Slatta af Ancistrum.
Kribbapar eða skalapar.

Heldurðu að þetta gangi líka?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Hef örugglega ekki verið að fylgjast nógu vel með en hverstu stórt búr ertu með?

En annars með skalana, þá myndi ekki vera mikið eftir af neon tetrunum hjá þér :) mínar eru allar að hverfa ofan í skalana mína :shock:
200L Green terror búr
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Ég er með 110 lítra búr.
Post Reply