Page 1 of 3

Myndir af Pleggum

Posted: 25 Apr 2008, 17:24
by Jakob
Endilega sýnið myndir af ykkar pleggum, gibbum og Ancistrum.

Posted: 25 Apr 2008, 20:19
by Ari
Image

Posted: 25 Apr 2008, 22:31
by Vargur
Maður þarf að fara að taka almennilegar myndir af þssum botnfiskum, verst að þeir eru svo leiðinlegar fyrirsætur.

Image
Royal pleco

Posted: 25 Apr 2008, 22:51
by Ásta
Hlynur fer ekki með fleipur þar, það eru varla til verri fyrirsætur en þessir botnfiskar en hér er einn góður:

Image

Posted: 25 Apr 2008, 22:52
by pípó
Hvaða típa er þetta Ásta ?

Posted: 25 Apr 2008, 22:54
by Ásta
Ég er ekki alveg klár á því, hef hvergi rekist á myndir af honum. Ég grenjaði hann úr fiskabúrinu hjá Svefn og heilsu þegar ég keypti mér nýtt rúm í fyrra :D

Posted: 25 Apr 2008, 23:01
by pípó
Flottur,væri nú gaman að vita hvaða kvikindi þetta er,ég er með einn svipaðan og tími ekki að láta hann fyrr en ég veit hvaða tegund hann er,hann sést eiginlega aldrei en mér finnst hann svolítið spes :P

Posted: 25 Apr 2008, 23:05
by Jakob
Ari er þetta Snowball?

Posted: 25 Apr 2008, 23:06
by Ásta
Þú lætur hann ekki neitt. Það væri ekki verra ef þú gætir smellat af honum mynd.

Hér er einn í viðbót sem ég á, var kallaður Snowball í búðinni sem ég keypti hann en þetta er ekki þessi eini sanni...

Image

Posted: 25 Apr 2008, 23:10
by pípó
Vá þessi er bara æðislegur,var hann ekki dýr ?

Posted: 25 Apr 2008, 23:11
by Ásta
Held hann hafi verið á 9.900.- í Fiskó.

Posted: 25 Apr 2008, 23:11
by Jakob
Já ég á líka 1 sona Ásta :five:
Hef stóran grun um að þetta sé L-004 :D

Ég verða sjálfur að fara að taka myndir (blint) af þessu) :)
Ég ætla að grípa í gömlu myndavélina og reyna að taka myndir :P

Ég vil líka segja að þetta þurfi ekki að vera einhverjir 10000 kr. plegga sem að fólk þarf að pósta, bara venjulegum ancistrum líka.

Posted: 25 Apr 2008, 23:22
by pípó
Sé að ég þarf að drullast til að fara að taka myndir af mínum botndýrum,annars er búið að bætast í ancistruflóruna hjá mér,var að bæta við fjórum golden slör ancistrum en þær eru bara svo ungar,vonandi eru það bæði kyn því ég hef áhuga á að sjá hvernig gengur hjá mér að rækta undan þeim.

Posted: 25 Apr 2008, 23:39
by Ásta
Hvar fást svoleiðis dúllur?

Posted: 25 Apr 2008, 23:42
by pípó
Ég fékk þær í Fiskó,hef alltaf verið heillaður af þeim en það hefur bara verið erfitt að detta inn á svona,en finnaly :)

Posted: 25 Apr 2008, 23:44
by Ásta
Gott ef ég sá þær ekki þar um daginn.

Ég var að reyna að ná almennilegum myndum af þessum venjulegu ancistrum áðan mér er nánast lífsins ómögulegt að ná fókus, það rennur allt saman.

Posted: 25 Apr 2008, 23:49
by Andri Pogo
hérna eru nokkrar myndir frá mér, neðstu tvær eru teknar í ingu búri

Image
ancistra kk, pípó á þennan núna ef ég man rétt

Image
gull pleggi

Image
ancistra

Image
"marmara" gibbi

Image
flagtail

Posted: 25 Apr 2008, 23:51
by pípó
Jú getur verið að þú hafir séð þær,en ég held að ég hafi bara skilið eina eftir greyið 8) en þessar sem ég tók lifa sko sældarlífi :)

Posted: 25 Apr 2008, 23:59
by pípó
Rétt Andri efsta myndin er af stærsta ancistrudurgnum hjá mér og var hann stór þegar ég fékk hann hjá þér,en svei mér þá kvikindið er orðið nokkuð myndarlegt núna og brúskarnir helvíti flottir á fésinu :)

Posted: 26 Apr 2008, 00:10
by Gudmundur
hér er einn Gibbi

Image

Posted: 26 Apr 2008, 00:14
by pípó
Æðislegt munstrið á honum,eins og listaverk.og augað er svoldið spúkí.

Posted: 26 Apr 2008, 01:40
by Brynja
Hérna er minn Gibbi... man ekki hvenær við fegnum hann en hann var mjög lítill greyjið.. í dag er hann um 35cm.
Þó að við höfum breitt um þema í búrinu af og til en hann hefur alltaf fengið að vera.

Hérna var hann með gullfiskum og KOI
Image

Svo hérna er hann með ameríkönunum.
Image

Posted: 26 Apr 2008, 12:15
by Gudmundur
Ancistrur yngri verða þær nú ekki

Image

Posted: 26 Apr 2008, 12:38
by Ásta
Mikið er þetta flott mynd Guðmundur.

Ég átti leið fram hjá Dýraríkinu áðan og ákvað að kíkja við. Þar sá ég brúnan plegga eins og minn og ákvað í illkvittni minni að spyrja um nafnið á honum.
Starfsfólkið þar vissi ekki einu sinni að þetta væri pleggi, bara að hann er ekki til sölu (er í sýningarbúrinu) :roll:

Posted: 26 Apr 2008, 13:47
by Jakob
Ásta Plegginn þinn er Red Bruno pleco eða L-137 :-)

Posted: 26 Apr 2008, 15:26
by Gudmundur
Síkliðan wrote:Ásta Plegginn þinn er Red Bruno pleco eða L-137 :-)
Samkvæmt Datz L-nummerns er
cochliodon L-137 er oft ruglað við Red Bruno eða cochliodon cochliodon


en allir cochliodon eru trjáætur/grasætur
þannig að mjúkar trjárætur og grænfóður er nauðsyn til að þeir dafni vel
L-137 er gefinn upp yfir 30 cm

Posted: 26 Apr 2008, 18:03
by Pippi
Ekki góðar myndir frá mér, er vonlaus ljósmyndari.

Hér er Gibbinn



Image

Getur einhver sagt mér hvaða tegund af Plegga þetta er.

Image

Svo 2 litlir brúskar

Image


Það eru moldarflygsur og drulla þarna í botninum hjá mér, var að færa til plöntur og bæta við.

Posted: 26 Apr 2008, 18:11
by Vargur
Ég sé ekki betur en að plegginn sé common pleco, Hypostomus plecostomus.

Posted: 26 Apr 2008, 18:12
by Ari
Síkliðan wrote:Ari er þetta Snowball?
ég veit ekki kvað þetta er ef einkver getur sagt mér það þá væri það frábært ég held að þetta er Galaxy Pleco

Posted: 26 Apr 2008, 18:15
by Jakob
Sá í miðmyndinni er Common pleco eða bara venjulegur pleggi eða L-21