Spurningar um flutning á fiskabúri..

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Spurningar um flutning á fiskabúri..

Post by Fanginn »

Sæl verið þið.

Nokkrar spurningar sem brenna á mér vegna flutninga í nýtt húsnæði ef þið vilduð vera svo væn :)

Mælið þið með því að maður reyni að flytja eitthvað að vatninu með? kannski fjórðung eða eitthvað svoleiðis?

Er sniðugt að myrkva búrið í 3-4 daga til að losna við allan þörung og ryksuga svo botninn áður ég flyt það? eða mælið þið frekar með því að maður mundi þrífa það allt hátt og lágt? (skemmtilegra að hafa búrið þörungalaust í nýja húsnæðinu)

Hvað segið þið?

Með fyrirframþökk
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þrífðu búrið um leið og þú tæmir það, fint að ryksuga mölina osf.
Láttu fiskana í annað búr eða rúmgott ílát og láttu helst dæluna ganga þar og ekki þrífa hana.

Settu búrið upp á staðnum, hreint vatn, dæluna í gang og fiskana í. :)
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

Þakka fyrir þetta ;)

En eins og með gervigróður og steina og svona í búrinu sem er orðið svolítið grænt, hvernig þrífur maður það? Prófaði að taka eitt blóm uppúr úr um daginn og djöfull er þetta fast á..... Einhver góð leið sem þið mælið með til að fá þetta hreint? sjóða????
jæajæa
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Láta liggja í klórblöndu og skola svo vel.
User avatar
Fanginn
Posts: 406
Joined: 27 Jan 2008, 17:12

Post by Fanginn »

þakka fyrir þetta.

Þá fer maður baaa að flytja ;)
jæajæa
Post Reply