Hiti í búri

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Hiti í búri

Post by siggi86 »

Daginn... ég er með 400L búr og er með jewl 300w hitara í búrinu það eru engar tölur á hitaranum en lægsta stilling heldur hitanum í búrinu í 28-29° Er það ekki of heitt? Ef svo er hvað geri ég...

Fiskar sem ég er með, convict, Jack dempsey oscar, humar ropefish...??

Vonast eftir svari sem fyrst....!!
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

sæll..

Ég er með 400L búr og í því eru allir þessir sömu fiskar og þú ert með nema ropefish

hjá mér er ég með hitarann á lægstu stillingu.. og búrið stendur í sirka 24.5-25 gráðum.

ég þekki líka einn sem er með 2 svona búr og er hann ekki með neina hitara. lætur ljósin bara hita vatnið og stofuhitann.

ég myndi lækka í hitaranum en kannaðu samt með ropefish hvað er hans kjör hiti.. þú getur google-að það.. eða einhver hérna sem getur frætt þig um það.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

hérna segja þeir 26 gráður fyrir ropef.
http://www.aquahobby.com/gallery/e_reed.php

hérna 22-29
http://www.petfish.net/articles/Misc_Fish/rope_fish.php

hérna 22-28
http://www.thetropicaltank.co.uk/Fishindx/ropefish.htm

ég myndi halda að 25-26 gráður væru kjör hiti fyrir búrið þitt.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

prófaðu að sleppa hitaranum og sjá hvernig hitastigið helst þá.
ég hef aldrei notað hitara, nema í rúmgaflinum því það kólnar fljótt útaf glugga sem er þar, og stóra búrið helst alltaf í 26° t.d.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

...

Post by siggi86 »

Ef ég sleppi hitaranum þá er búrið í 21-22 og það kom mikið upp sýking þá, svo þegar ég setti hitarann þá lagaðist það og svo er vatnaskipti á eftir ég er bara að hugsa hvað er best fyrir börnin mín
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég myndi þá frekar kaupa nýjan hitara ef þessi er í 28-29° í lægstu stillingu, eitthvað að klikka.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

....

Post by siggi86 »

Nei þetta voru víst bara einhverjir ljósku stælar í mér... ég bara var ekki að skilja hitarnn.. :D þetta virkar núna... :) takk öll fyrir hjálpina
Post Reply