Að kæla fiskabúr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Að kæla fiskabúr

Post by Gunnsa »

Ég þarf að kæla gullfiskabúrið mitt niður um alveg nokkrar gráður, er í lagi að kæla það hratt niður? Gæti ég þessvegna skutlað slatta af klökum oní vatnið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Af hverju þarftu að kæla það hratt niður ?
Gullfiskar þola ágætlega nokkuð miklar hitabreytingar þannig það ætti að vera í lagi að kæla búrið niður um nokkrar gráður í einum rykk.
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Vargur wrote:Af hverju þarftu að kæla það hratt niður ?
Gullfiskar þola ágætlega nokkuð miklar hitabreytingar þannig það ætti að vera í lagi að kæla búrið niður um nokkrar gráður í einum rykk.
Það er orðið allt of heitt inni hjá mér og í búrinu líka og þeir virka mjög slappir útaf því..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er gott trikk að frysta góðan dall af vatni og skella svo klakanum í búrið.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Gunnsa wrote:
Vargur wrote:Af hverju þarftu að kæla það hratt niður ?
Gullfiskar þola ágætlega nokkuð miklar hitabreytingar þannig það ætti að vera í lagi að kæla búrið niður um nokkrar gráður í einum rykk.
Það er orðið allt of heitt inni hjá mér og í búrinu líka og þeir virka mjög slappir útaf því..
hvað er heitt á þeim ??
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

var komið upp í alveg 25°. Náði niður í 23, en ætla að reyna að koma því niður í svona 20 á morgun
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

....

Post by eyrunl »

Flestir skrautfiskar eru vanir að vera í hita frá 24°C-25°C. Gætið þess að hafa réttan hita á fiskunum. Getur verið mismunandi eftir tegundum.

Hitari í glerhólk hafa reynst best og eru vinsælastir. Þeir eru vatnsheldir og verða ekki fyrir tæringu í saltvatni.

Hringrás vatns í kringum hitarann er miklivægt til að jafna út hitann í búrinu. Rétta stærð hitara er auðvelt að finna út: Það er um það bil 1.5 watt á hvern líter af vatni í óhituðu herbergi. Ef fiskabúrið er í hituðu herbergi eins og algengast er á Íslandi skal miða við um 1.0 watt á hvern líter af vatni.

Hitarinn má þó vera aðeins stærri en útreikningurinn gefur þér. Þar sem flestir hitarar í dag eru útbúnir thermostati sem slekkur á þeim þegar hitinn er orðinn réttur í búrinu verður rafmagnsnotkunin sú sama þó hitarinn sé stærri. En sé hann hinsvegar alltof stór verður endingin minni. Auðvelt er að stilla flesta hitari í dag þar sem aðeins þarf að snúa litlum pinna og still hann á rétt hitastig. Hitarar í dag eru framleiddir í stærðunum frá 25 wött til 300 wött.
Eyrún Linda
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Gullfiskar vilja samt vera í kaldara vatni en skrautfiskar :)
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Re: ....

Post by Sirius Black »

eyrunl wrote:Flestir skrautfiskar eru vanir að vera í hita frá 24°C-25°C. Gætið þess að hafa réttan hita á fiskunum. Getur verið mismunandi eftir tegundum.

Hitari í glerhólk hafa reynst best og eru vinsælastir. Þeir eru vatnsheldir og verða ekki fyrir tæringu í saltvatni.

Hringrás vatns í kringum hitarann er miklivægt til að jafna út hitann í búrinu. Rétta stærð hitara er auðvelt að finna út: Það er um það bil 1.5 watt á hvern líter af vatni í óhituðu herbergi. Ef fiskabúrið er í hituðu herbergi eins og algengast er á Íslandi skal miða við um 1.0 watt á hvern líter af vatni.

Hitarinn má þó vera aðeins stærri en útreikningurinn gefur þér. Þar sem flestir hitarar í dag eru útbúnir thermostati sem slekkur á þeim þegar hitinn er orðinn réttur í búrinu verður rafmagnsnotkunin sú sama þó hitarinn sé stærri. En sé hann hinsvegar alltof stór verður endingin minni. Auðvelt er að stilla flesta hitari í dag þar sem aðeins þarf að snúa litlum pinna og still hann á rétt hitastig. Hitarar í dag eru framleiddir í stærðunum frá 25 wött til 300 wött.
Það væri þjóðráð að byrja að lesa hvað fólk er að vilja :) T.d þarna er verið að tala um kælingu á fiskabúri og efast um að hitari sé góður til þess ;) Einnig eins og Agnes Helga segir þá vilja gullfiskar ekki svona heitt vatn heldur frekar um 20°C. Allavega hefur viðkomandi enga þörf fyrir upplýsingar um hitara þegar hún þarf á kælingu að halda :P
200L Green terror búr
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

....

Post by eyrunl »

mmm ég tók þetta bara af annari síðu :) note: gæti verið mismunandi eftir tegundum þetta er bara til viðmiðunar.... gullfiskar flokkast undir kaldavatnsfiskar þannig 20° ætti að vera fínt
Eyrún Linda
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

Post by eyrunl »

ó hey ég efast um að það sé nóg að henda bara nokkrum klökum út í til þess að kæla búrið ef það er heitt inni hjá þér væri þá ekki betra að finna leið til að halda búrinu kældu?... ekki bara að kæla það svo það hitni upp aftur... þessvegna var ég aðallega að pæla í hitaranum ef þú myndi kannski kæla herbergið...
Eyrún Linda
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

settu það bara inn i ísskáp :lol: sushy í kvöldmatinn :lol:
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

ef það er of heitt inni hjá þér opnaðu gluggann nema þú viljir ekki að fuglarnir fljúgi út eða lækkaðu niður í ofninum.

notaðu klaka eins og vargur segir.
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég sé það alveg fyrir mér, að hægt væri að kæla fiskabúr niður fyrir herbergishita með loftdælu, sem maður staðsetti á nógu köldum stað, td. loftdæla sem dældi útilofti ofan í búrið.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Klakatrikkið er bara redding, td í hitabylgjum osf.
Spurning hvort búrið sé ekki bara að hitna svona frá ljósinu.
Kannski er málið að minnka ljósið eða opna búrið, vifta, td tölvuvifta gæti líka dugað.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Gunnsa wrote:var komið upp í alveg 25°. Náði niður í 23, en ætla að reyna að koma því niður í svona 20 á morgun
þetta hitastig er ekki vandamál varðandi gullfiska, þeir eru komnir ansi langt frá upprunanum svona t.d.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Núna er ég búin að setja kalt vatn í búrið trekk í trekk, en aldrei helst það í þeim hita sem ég vil, heldur fer alltaf fljótlega upp í 26° aftur.. Kunnið þið einhver ráð til að halda búrinu í kaldari kantinum?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hvað er hitastigið inni hjá þér?
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Sennilega bara sama og í búrinu eða um 25. En ég get ekki kælt herbergið mitt mjög mikið án þess að ég deyji úr kulda (er mjög kulsækin)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Gullfiskar þola alveg upp í 29°C, myndi ekkert stressa þig á þessu
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply