Gabriel wrote:Er að læra líffræði og rakst á þetta þegar að ég var að læra fyrir próf fyrir skemmstu

nokkuð skondið
Margar örverur og sumar plöntur og dýr, sem lifa við aðstæður þar sem lítið er um súrefni, komast lengi, eða jafnvel eingöngu, af með loftfirrðri öndun (gerjun), þar sem yfirleitt verður annað hvort til mjólkursýra eða etanól (áfengi). Etanól er oft bruggað til neyslu eða iðnaðar með því að láta gersveppi, einfrumunga, gerja það úr sykri:
glúkósi → etanól + koldíoxíð + Orka
Í blóði gullfiska er svo mikið etanól, að ef jafnmikið mældist í blóði ökumanns, yrði hann sviptur ökuleyfi.

En afhverju er svona mikið af etanóli í blóðinu, ekki eru neinar örverur þar

En eru þá fullt af loftfirrðum örverum og fleira sem að býr til etanól og flytur það svo inn í blóðið? Hef nefnilega ekki lært þetta með gullfiskinn
Er einmitt líka að læra líffræði, við HÍ en ert þú í HA?

En alltaf gaman að svona undarlegum staðreyndum,
eyrunl wrote:hahaha þessvegna eru þau svona vitlaus

og sumir úrillir! en gullfiskar nota súrefni í gegnum tálknin?... s.s. að taka í gegnum vatnið...
Jább gullfiskar lifa ekki loftfirrt og tekur súrefni í gegnum tálknin

en örverurnar sem að eru innan í honum gera það hinsvegar ekki(margar lifa loftfirrt), eins og þarmabakteríurnar okkar sem að lifa loftfirrt

en ekki við

Meiri segja loftfirrðar bakteríur í munninum á okkur

ótrúlegt en satt þó að allt súrefni fari þar um, en þær lifa bara á milli tannanna í engu súrefni
