Page 1 of 1
Fishzilla
Posted: 04 May 2008, 20:09
by Anna
Það er þáttur núna (kl 20) á National Geographic Wild um "fishzilla" eða channa argus sem veiddist í polli í Maryland líklega árið 2002, en er frá Taílandi...
Mæli með því að þið monsterfólk sjáið þennan þátt.
Posted: 04 May 2008, 20:29
by Eyjó
http://www.youtube.com/watch?v=nmU7etSYYqI
Hérna er myndbanc um snakehead frá National geographic. Veit ekki hvort það sé sama og í þættinum en ég man eftir þræði á MFK þar sem National Geo vor að óska eftir myndböndum af snakehead í búrum.
Posted: 04 May 2008, 21:16
by Anna
Já, þetta er úrdráttur (3 og hálf mínúta) úr þessum klukkustunda langa þætti.
Það eru s.s. margar tegundir af channa að skjóta upp kollinum í BNA, og það er verið að flytja mikið af ólöglegum fiski þangað til að selja á matarmörkuðum. Ef matargestirnir koma ekki, þá er fiskunum sleppt í næstu tjörn og eru byrjaðir að fjölga sér mikið og leggja allt í rúst.
Svakalegar þessar chönnur sem veiddust í Taílandi til DNA greiningar, en stofninn sem er í Maryland og Virginia (Potomac river) er af sama DNA stofni og í Taílandi þannig að hann hefur verið veiddur þar og sleppt í ár og vötn í BNA.
Uss, hrikalegt þegar fólk gerir svona, en þetta á að veita þeim sem sleppir dýrunum mikla lukku.
Posted: 04 May 2008, 21:41
by Ari
þetta var rosalegur þáttur
Posted: 07 May 2008, 19:26
by Birgir Örn
Anna wrote:Já, þetta er úrdráttur (3 og hálf mínúta) úr þessum klukkustunda langa þætti.
Það eru s.s. margar tegundir af channa að skjóta upp kollinum í BNA, og það er verið að flytja mikið af ólöglegum fiski þangað til að selja á matarmörkuðum. Ef matargestirnir koma ekki, þá er fiskunum sleppt í næstu tjörn og eru byrjaðir að fjölga sér mikið og leggja allt í rúst.
Svakalegar þessar chönnur sem veiddust í Taílandi til DNA greiningar, en stofninn sem er í Maryland og Virginia (Potomac river) er af sama DNA stofni og í Taílandi þannig að hann hefur verið veiddur þar og sleppt í ár og vötn í BNA.
Uss, hrikalegt þegar fólk gerir svona, en þetta á að veita þeim sem sleppir dýrunum mikla lukku.
Ég leyfi mér nú að efast um að fólka sé að kaupa lifandi fisk til matar ef laust eru þetta frekar búr fiskar sem fólk hefur fengið leið á og sleppt
Posted: 07 May 2008, 22:04
by Vargur
Birgir Örn wrote:
Ég leyfi mér nú að efast um að fólka sé að kaupa lifandi fisk til matar ef laust eru þetta frekar búr fiskar sem fólk hefur fengið leið á og sleppt
Það er nú reyndar nokkuð algengt að lifandi fiskar séu seldir til matar, sérstaklega þeir sem þola lítið vatn og geta tekið súrefni af yfirborðinu.
Þannig fær kaupandinn ferskasta fisk sem völ er á.
Það er nokkuð algengt að illa sé gengið frá kössum í flutning og þeir detti oft af bílum og þá geta þessir fiskar oft skriðið í næsta vatn.
Posted: 07 May 2008, 23:22
by sindrib
hehe snilld, ætli þetta sé ætt?
Posted: 07 May 2008, 23:24
by Andri Pogo
já þeir þykja bara ansi góðir
Posted: 07 May 2008, 23:33
by Elma
er að horfa á þennan þátt nuna
á nat geo wild