Page 1 of 1

Ropefish

Posted: 27 Jan 2007, 22:14
by Gilmore
Ég fór um daginn í Fiskó og rakst á þessa áhugaverðu fiska og tók þá alla með mér heim.......5 stk. Ég setti þá til að byrja með í Frontosubúrið og strax frá fyrsta degi rífa þeir í sig rækjur og þorsk sem ég gef þeim. Ég á svo eftir að finna þeim betri stað síðar.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Posted: 27 Jan 2007, 22:24
by Gudjon
Flottir!!

Ég var með tvo svona, skemmtilegir fiskar

Posted: 28 Jan 2007, 06:31
by Hrannar E.
þessir eru mjög flottir

Posted: 28 Jan 2007, 07:31
by Ólafur
Flottir hjá þér. Er með tvo núna,alveg magnaðir fiskar.
Ráðlegg þér að kjaftloka búrinu þvi þeir eiga það til að stökkva uppúr um minstu rifur.

Posted: 29 Jan 2007, 06:26
by Gilmore
Það er vel lokað. :)

Éta þeir vel hjá þér Ólafur? Gefurðu þeim eitthvað annað en rækjur?

Posted: 29 Jan 2007, 14:53
by Ólafur
Þeir éta af og til aðalega rækju og blóðorma.
Eru litið synilegir um þessar mundir hjá mér en svo koma timar þar sem þeir synda mikið um.
Þeir þurfa felustaði til að vera i og akkúrat núna eru þeir þar hjá mér og hafa sést litið i svona 3 vikur eða eftir að Óskarin minn gerði heiðalega tilraun til að fækka i búrinu hjá mér og gleypti annan Roapfiskin en mér tókst að bjarga honum naumlega og losaði mig við Óskarin i kjölfarið.
Hérna er mynd af bardaganum. 8)
Image
Ég mæli ekki með Óskar i búr þar sem Roapfiskar eru :)

Posted: 29 Jan 2007, 16:08
by ~*Vigdís*~
rofl! Frábær mynd :lol:
En ef einhver ropefish hrekkur upp af hjá ykkur
um þá myndi ég þyggja líkið með þökkum :oops: svona
ef þið ætlið ekki að eiga það :mrgreen:

Var búin að sanka að mér slatta þegar ung stúlka í
hreingerningar æði bara henti þessu "rusli" að hennar mati :shock:

Nota þetta í litla "skúlptúra" 8)