Page 1 of 1

Stökkmúsabræður gefins + búr til sölu - SELT

Posted: 11 May 2008, 15:43
by Andri Pogo
Tæplega tveggja ára stökkmúsabræður fást gefins á gott heimili :)
Einn er svartur og hinn er grár með hvítu í skottinu.
Image

við viljum samt sem áður ekki gefa búrið sem þeir eru í því það var nú ekki ódýrt.
Búrið er 60L akvastabil skriðdýrabúr, það er s.s. hægt að hafa vatn í botninum, glerrennihurðir að framan, net ofan á og á annari hliðinni.
sjá mynd:
Image

Með fylgir svo vatnsflaska, matardallur, trékofi og trjágöng (ekki á mynd)
Netið ofan á búrinu er aðeins laust á einni hlið.
Svona búr nýtt kostar um 20.000kr ef ég man rétt.

Þannig að ef einhver hefur búr undir strákana fást þeir gefins.
Búrið fer á 5000kall og mega mýsnar þá fara með, eða búrið stakt ef mýsnar verða farnar.

Posted: 17 May 2008, 11:06
by Inga Þóran
það má líka gera tilboð :)

?

Posted: 08 Nov 2008, 17:52
by Haffa-
Geta svona stökkmýs verið í dverghamstra búri?
Hef kannski æahuga... :P

Posted: 08 Nov 2008, 21:07
by Andri Pogo
lestu nafnið á auglýsingunni aðeins betur væna :)