Biorb búr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Biorb búr
Hefur einhver reynslu af þessum búrum/kúlum? Er að spá hvort þetta sé sniðug lausn fyrir gullfiskana mína þegar 180 lítra búrið verður sett á sinn stað, mér finnst 30 lítra Rena búrið eitthvað kjánalega þröngt fyrir svona stóra slæðusporða og er víst búin að lofa kallinum að selja 70 lítra Juwel búrið...
Sko.... þetta snýst eiginlega um að hann telji mig ekki vera að fjölga lítrunum.... Mér finnst 30 lítra Renabúrið vera eins illa fallið fyrir svona stóra gullfiska eins og hægt er. Þröngt og síðan er dælan eins og skrímsli í þessu mjóa rými. Þá væri 30 lítra biorbinn betri með meira sundrými og innfelldri dælu. Ég geri mér síðan grein fyrir að þeir þyrftu ferkar 60l. búr en það er önnur saga.
- Sirius Black
- Posts: 842
- Joined: 12 Oct 2007, 19:11
- Location: Hafnarfjörður
Finnst þetta skrítin búr eitt svona í Dýragarðinum uppsett með fullt af gullfiskum í og finnst mér þeir líta svo skringilega út í þessu, maður sér varla fiskana almennilega í þessu, verða eitthvað svo bjagaðir. Finnst þetta líka líta út fyrir að vera ansi valt. Myndi ekki þora að hafa þetta uppsett með vatni í heima hjá mér en samt flott kúlukerfi með dælu og öllu, annað en þessar litlu kúlur sem að fólk er oft með. Finnst þetta því sniðugt að því leytinu til, ef að fólk vill hafa kúlu þá er þetta skárri kosturinn.
200L Green terror búr
Mamma þú veist það er líka til BiUbe búr sem eru eins bara 'hólkar' ekki kúlur Sýnist þau reyndar vera bara til í 35l.
Tékkaðu á http://www.biorbaquariumshop.co.uk/index.php
Tékkaðu á http://www.biorbaquariumshop.co.uk/index.php