Ég var að brasa í lokinu á búrinu hjá mér, og tók ljósastæðið upp og þá gutlaði bara í þvi, þá var vatn inní ljósastæðinu.
Ég losaði perurnar og þá lak bara vatn útum það sem að perurnar klemmast í.
Svo eftir að ég var búinn að hreyfa við þessu þá auðvita drapst á öllu draslinu og ljósastæðið örugglega ónýtt.
Hefur einhvern lent í þessu eða frétt af svona.
Ég hélt að svon dót sem að er ætla í fiskabúr væri öruggt fyrir raka.
Já þetta er furðulegt.
Enn ég hef aldrei skipt um perur né átt við þetta.
Vonandi að þetta helvíti hrökkvi í gang þangað til ég fæ annað.
Ætlað að fá mér annað, þetta er eitthvað gallað eintak, fyrst að þetta hefur skeð.