T5 ljós

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

T5 ljós

Post by Pippi »

Veit einhver hvar ég get fengið perur í Juwel 400 l búr.
Þær eru ekki til í Trítlu og ekki í fiskó.
Ég er að verða pirraður á að vera með ljóslaust búr :x
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ertu að leita þá að Juwel perum? Það er nánast ómögulegt að fá neitt í Juwel ljósin núna. þú getur fengið aðrar tegundir af T5 perum og ég hefði haldið að 54w T5 frá öðrum framleiðanda ætti að passa? Taktu með þér peruna til að vera viss!
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Já oki, enn hvar fást aðrar T5.
þessar í juwel 120cm á lengd og er 54W, þessar t5 perur í juwel.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég er svo meðvirk að ég er við það að hringja fyrir þig í fiskaverslanirnar. Ég er með 2 Juwelbúr, 180 Rio og 70 Rekord og ekki einustu Juwel peru. 54w T5 pera ætti að vera stöðluð lengd þó að Juwel gefi upp 120 cm og t.d. Silvania Aquastar sé gefin upp 115 cm. Ég myndi hringja í Fiskó eða Trítlu af því að þau hafa verið að selja Juwel búrin og spyrja hvort þú getir ekki notað aðra gerð að 54w T5 perum og hvort þau eigi hana til. Fiskó er t.d. með mikið úrval af perum.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég var að fatta hvar þú ert á landinu! Þú getur jafnvel fengið T5 peru í venjulegri byggingavöruverslun (veit ekki hvernig þetta er á Króknum) en það er þá bara venjuleg flúrpera en ekki fiskabúrspera. Kemur sennilega mest niður á gróðri ef þú ert með hann.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Jamm, það er einmitt gróðurinn sem ég er að spá í.´
Enn þetta er samt víst eitthvað afbrigðileg lengd á perunum í búrinu.
Var ekki til á rafmagnverkst hérna.
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

.....

Post by eyrunl »

panta á netinu ;) myndi þá helst panta frá UK eða DK


http://www.juwel-aquarium.de/en/myjuwel.htm
Eyrún Linda
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Perur eru ekki alveg bestar í flutningum á milli landa, sérstaklega ekki í þessari stærð.

54w HO T5 er standard stærð og er eflaust til í dýragarðinum. Byggingavöruverslanir eru venjulega ekki með HO T5 þannig að það gengur ekki. Getur líka athugað með flúrlampa í hafnarfirði.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

.....

Post by eyrunl »

allar perur eru fluttar inn... og vanalega er trygging ef peran brotnar þá færðu nýja... en all right bara að benda á einn valmöguleika
Eyrún Linda
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ég reyndi að panta spegil fyrir litla Juwel búrið mitt frá aðila í Bretlandi sem hefur algerlega séð mér fyrir filterum og öðrum varahlutum, þeir fengu spegilinn endursendann og endurgreiddu mér af því að það þurfti að borga ca. 10x meira fyrir sendinguna vegna löguninnar, gildir örugglega það sama um 120 cm peru!
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Ég er ekki að nenna að fara að panta á netinu af því að mér vantar perur og það helst í gær :D
Enn það komst við sending á seinasta föst með Juwel dóti,magnað að það skuli ekki vera komið neitt í verslanir ennþá.
Það hlýtur að vera til í því, ég fékk ljósastæði úr þessari sendingu á mán.
Enn það klikkaði eitthvað hjá þeim, að láta mig fá perur í leiðinni.
Mér finnst þetta taka svoldið langan tíma að koma í verslanir, enn það getur vel verið að það taki vanalega svona langan tíma, þekki ekki þetta ferli.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Ef einhver er hreinskilinn við þig þá er stór vesen með innflytjandann á Juwel þessa síðustu mánuði (sorry, Guðmundur, þekki þig ekki svo að ég hef engra hagsmuna að gæta!) og þjónustan er í algjöru lágmarki. Ég vona að þetta standi til bóta vegna þess að mér finnst þetta fín búr.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Guðmundur, var hann ekki hættur með umboðið, þetta var alveg í topplagi þegar hann var með þetta.
Getur ekki verið að hann heiti Eiki sem er að flytja þetta inn, mig minnir að það hafi verið nafnið sem að ég heyrði, þegar ég lenti fyrst í veseni með juwel búrið mitt.
Enn þetta er alls ekki nógu góð þjónusta með þetta Juwel.
Ef maður þarf að bíða í marga daga eftir að fá perur þó að þær séu til í landinu hjá honum.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Hann hætti með búðina, þá fór allt í flækju! þetta er eitthvað loðið með hver er með umboðið og hver er með innflutninginn. Það er enginn tilbúinn að "ræna" umboðinu þar sem allir þekkjast vel hérna í bransanum!
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Hvernig er það er ekki Trítla með umboðið núna ?
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

jú ég hélt það, Guðmundur sagði það við mig þegar ég var niðrí fiskabúr.is eða að Trítla seldi aukahluti í juwel búrin.
Minn fiskur étur þinn fisk!
eyrunl
Posts: 292
Joined: 03 Apr 2008, 22:02
Location: Kópavogur/Rvk

Post by eyrunl »

trítla fékk afgangana frá fiskabúr.is helduru að þeir séu að panta eitthvað sérstaklega inn?...
Eyrún Linda
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Hemm......... Nú segi ég þetta eins og ég hef fengið/skilið upplýsingarnar. Ég verð örugglega sett á svartan lista allstaðar! Guðmundur vísar á Trítlu sem söluaðila en sér ennþá um innflutning. Trítla fékk gamlan lager frá Guðmundi án þess að fá verð á vörum og gat þarmeð ekki selt! Síðan fær Trítla það sem Guðmundi finnst þörf á/dettur í hug að panta seint og illa, mér skilst að það hafi átt að koma sending í apríl. Ég er búin að eyða þó nokkuð mörgum símtölum í að reyna að finna varahluti og sumt hefur verið til og annað ekki.
Last edited by gudrungd on 21 May 2008, 23:21, edited 1 time in total.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Nei, í rauninni er enginn með umboð fyrir juwel.
Það var alltaf sagt að trítla væri með umboð, því að hún fékk allt dótaríið sem að var eftir í fiskabur.is
Enn ég spurði þau í trítlu í dag hvort þau væru ekki með umboð, ekki vildi hún meina það.
Ég keypti mitt búr t.d í Fiskó, það er oft basl hjá þeim, því þeir eru alltaf að bíða eftir þessum Eika sem er að flytja Juwel dótið inn.
Ég lenti í tómu rugli með Juwel bakgrunninn sem að ég keypti og svo var ljósastæðið gallað í búrinu hjá mér.
Enn hver sem er að flytja þetta inn mætti hafa hraðari hendur við að afgreiða pantanir, því er slatti af fólki farið að bíða eftir vörum frá þeim.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Færð þetta fyrir lítið hjá www.Flurlampar.is eða www.volti.is
Kv. Jökull
Dyralif.is
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Já þær eru sko mikið ódýrari þarna á þessum stöðum, enn þeir eiga samt ekki til perur fyrir gróður.
Enn ég ætla að fá mér þá bara 2 daylight þangað til að ég get orðið mér útum Nature peru.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þú þarft ekki akkúrat peru sem er hönnuð fyrir gróður. Ef þú bara kaupir peru sem er 4500-6000 kelvin þá ertu góður fyrir gróður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Nú oki, þakka þér fyrir það.
Ætla að hringja og chekka á því hvort að það sé ekki til.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Miða við allt bullið þá held ég að það sé ekki hægt að fá perur í þessi búr nema orginal.
Ég hringdi í Flurlampa og þeir áttu ekkert til, svo hringdi ég í Volti og þeir segjast eiga þetta, ég sendi tengdó til að ná í perurnar.
Svo næ ég í þær á flugvöllinn og viti menn, þær voru 115 cm enn ekki 120 cm eins og ég margsagði þeim í Volta.
Shitt hvað ég var svekktur, magnað að fólk viti ekki hvern skrambann þau eru að selja.
Svo er ekki hlaupið að því að fá orginalperu í búrið, vika síðan gámurinn kom til landsins og ekki nein búð kominn með neitt.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Það ætti einhver að vera hjálplegur og láta þig (og okkur hin) fá símann hjá Guðmundi og/eða Eika sjálfum (ég held að ég skilji sambandið þeirra á milli en ekki til að útskýra það). Það myndi gera okkur öllum Juwelistum mikinn greiða. Juwel er einn af risunum í fiskabúrabransanum, allir aukahlutir eiga að vera auðveldlega fáanlegir en þjónustuaðilinn hér virðist búinn að gefast upp án þess að gefa umboðið eftir til einhvers sem getur tekið við. Bara filterar í dælurnar eru orðnar stórmál.
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Það var einmitt sem Vigdís í trítlu sagði við mig.
Það er kominn langur listi hjá yfir fólk sem vantar dót í Juwel.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Pippi wrote:vika síðan gámurinn kom til landsins og ekki nein búð kominn með neitt.
Kannski hefur hann verið fastur í tollinum í einhvern tíma eða þá að það sé bara ekkert byrjað að senda út. Maður hefði kannski skilið þetta ef að gámurinn hefði komið fyrir mánuði eða álíka :roll: Tekur allt sinn tíma að setja inn á lager og skrá allt og svo senda í búðir, þekki þetta mjög vel :) kannski ekki með fiskavörur en með annað.

Annars er leiðinlegt hvernig fór fyrir Juwel eftir að fiskabúr hætti :( en vonandi fer þetta að komast í lag enda nær annarhver maður með Juwel búr :P
En núna get ég verið ánægð með mitt akvastabil enda hægt að fá auðveldlega (held ég) varahluti í það enn :P og verður örugglega svoleiðis með Juwel líka eftir smá tíma vonandi. En samt með perurnar er það galli hjá Juwel að vera ekki með staðlaða stærð, eins og þeir vilji að fólk versli bara sérstakar perur frá þeim í búrin og er það nú ekki að bæta ástandið.

Leiðinlegt að vera á þessu litla skeri og vera upp á eina dýrabúð komin upp á vörur liggur við :P og erfitt að fá hana neinsstaðar enda þarf það að fara í svaka langferð hingað.

En hvernig er það mega engar aðrar dýrabúðir flytja inn Juwel vörur nema fiskabúr? Svona af því að Fiskó er að selja þessi búr en enga varahluti, væri asnalegt ef að þeir mættu svo flytja inn :P
200L Green terror búr
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Juwel risi og ekki risi, ekkert svo vinsælt í Us, virðist vera einhver bóla hér lendis sem ég fatta ekki en mikið er það asnalegt og lélegt að það þurfi sérstakar perur í þessi búr

"Bara filterar í dælurnar eru orðnar stórmál." það eru t.d. til juwel filterar upp í dýralíf grófir og fínir

"En hvernig er það mega engar aðrar dýrabúðir flytja inn Juwel vörur nema fiskabúr? Svona af því að Fiskó er að selja þessi búr en enga varahluti, væri asnalegt ef að þeir mættu svo flytja inn"

Má alveg, þær búðir sem eru bara ekki að selja juwel sjá ekki tilgang til þess að pannta þessa varahluti en annars hefur dýralíf aðgang af flest öllu juwel dótinu og kanski hægt að sér panta hjá þeim (aðalega á laugardögum)
Kv. Jökull
Dyralif.is
FiskaFan
Posts: 112
Joined: 30 Sep 2006, 06:04

Post by FiskaFan »

En að ath hvort Vargur eigi kannski svona perur í netversluninni?
Hann á sjálfur 400l Juwel búr og mér finnst mjög líklegt að hann viti hvar er hægt að fá perur í þau :)
Pippi
Posts: 276
Joined: 29 Nov 2007, 17:21

Post by Pippi »

Ég er búinn að fá skýringu á þessu afhverju þetta er svona lengi að koma í verslanir.
Eiríkur sem flytur þetta inn er útí þýskalandi á fiskasýningu, og gámurinn kom bara rétt áður enn hann fór út.
Svo svona fyrir þá sem eru einnig að leita sér að perum í Juwel búr, þá er bara hægt að nota orginal perur.
Magnað t.d þetta rugl hjá Volta, ég hringdi í morgun og gáði hvað væri í gangi, ég spurði hvort þau ættu peru sem væri 120cm á lengd og þau sögðu já, enn svo hefði komið pera sem að væri ekki nema 115cm.
Þá segir gaurin að þetta sé einhver afbirgileg stærð og þau hafi aldrei átt hana til, og þetta var sami maðurinn sem ég talaði við í gær.
Post Reply