Hvítablettaveiki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Hvítablettaveiki

Post by Tappi »

Ég er búin að lesa nokkra þræði um hvítablettaveiki og sýnist sem svo að ein sverðdragakerlan mín sé með þetta. Það byrjaði sem einn stór blettur svona eins og opið sár á sporðinum og núna sé ég nokkra litla bletti komna (eins og salt).

Þetta er kerla sem fylgdi nýja búrinu, hún er nýlega komin úr fæðingarfötunni (að hætti Bruna) en þar var hún í nokkra daga áður en hún gaut. Sennilega er þetta líka hennar fyrsta got. Sem sagt ný komin úr erfiðum aðstæðum.

Málið er að ég las líka að saltið og viðeigandi lyf myndu skemma plönturnar en ég er ekki til í að fórna þeim.

Hvað get ég þá gert ? fórna Kellu ?
Er mikil smithætta ? er mér óhætt að bíða og sjá til hvort hún nái sér án þess að ég geri nokkuð ?
User avatar
pasi
Posts: 287
Joined: 03 Mar 2008, 22:54
Location: selfoss
Contact:

..

Post by pasi »

hún nær sér nú allavega ekki ef þú gerir ekki neitt... við höfum oft notað lyf í búr með plöntum... ekkert haft nein sjáanleg áhrif allavega... mæli með að setja lyf við hvítblettaveiki og sjá hvort að kerlan jafni sig ekki.. byrjaðu samt á því að salta 1matskeið á hverja 10lítra :)
Búrin okkar:
viewtopic.php?t=3835
fishy fishy fish :P
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Einangra hana aftur og salta bara hjá henni? Mín persónulega reynsla (ekki löng!) er reyndar sú að ég hef ekki náð að lækna svona. Missti gúbbíkellingu úr þessu en hún var búin að gjóta 2svar á frekar stuttum tíma og síðan gullfisk en hann var orðinn frekar veikur þegar ég kveikti á perunni. Þetta var enginn faraldur og ég var fullt af öðrum fiskum í búrinu sem sýktust ekki.
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Jæja kellan er öll að hressast. Ég ákvað að einangra hana ekki því þá hefði ég þurft að setja hana í fötu og enginn hiti og ég kom því aldrei í verk að skjótast eftir lyfjum.

Það sem ég gerði var að hækka hitann í búrinu uppí 26° og svo setti ég 5 tsk. salt en ég átti ekki meira. Og núna eru blettirnir að mestu horfnir og kellan eld hress :)

Takk fyrir svörin
Post Reply