Page 1 of 1

Litlar hákarla tegundir

Posted: 26 May 2008, 17:50
by Sharksaver
Halló er víst nýr hérna getur eitthver ykkar sagt mér hákarlategundir sem er hægt að kaupa hér á landi? :D

Posted: 26 May 2008, 18:09
by Jakob
Sjáfar þá... Það eru ekki til neinir ferskvatnshákarlar :)

Banded Cat Shark er líklega eini sem að þú finnur á landinu.
Verður alveg metri held ég ef ekki meira :)
Minnir að hrogn hafi kostað um 6000kr. í fiskó!

Posted: 26 May 2008, 18:47
by Sharksaver
Heyrðu okei :) takk fyrir þetta :-) en mig minnir það er búið vera segja hérna að nokkrar hákarla tegundir séu? t.d. Pangasius sanitwongsei,Black Shark,Red Tail Shark.. Séu allt svona litlir hákarla tegundir hér á landi :o allavega takk :wink:

Posted: 26 May 2008, 19:08
by Sirius Black
Síkliðan wrote:Sjáfar þá... Það eru ekki til neinir ferskvatnshákarlar :)

Banded Cat Shark er líklega eini sem að þú finnur á landinu.
Verður alveg metri held ég ef ekki meira :)
Minnir að hrogn hafi kostað um 6000kr. í fiskó!
Það eru nú til litlar háfategundir og hákarlategundir á Íslandi sem að eru ferskvatns, átti meira segja einn sjálf.
Svo minnir mig nú að háfurinn/hárkarlinn í fiskabúri hafi nú verið ferskvatns :P

Posted: 26 May 2008, 19:36
by Hanna
jú það er slatti til af ferskvatnshákörlum.. á akkurat einn pangasius :) Bara kíkja í næstu gæludýrabúð og spurja hvort þeir séu ekki með eikverja

Posted: 26 May 2008, 19:45
by Jakob
Ok, þeir kallast ekki fræðilega hákarlar heldur eru það "common" nöfnin sem að hafa orðið hákarl :)
T.d. Pangasius Sanitwongsei (Paroon Shark), Red Tail shark, Iridecent Shark (Pangasius Sutchi), Bala Shark.


Verðið í Dýragarðinum var 5500 fyrir Pangasius Sanitwongsei og Iridecent Shark kostaði í kringum 2500 :)

Vara þig bara við að Iridecent og Paroon verða upp í meter í fiskabúrum og Paroon Verðu 3 metrar í náttúrunni.

Á sjálfur Paroon Shark og er að leita að fleiri Pangasius :)

Posted: 26 May 2008, 19:47
by Squinchy
Síkliðan wrote:Sjáfar þá... Það eru ekki til neinir ferskvatnshákarlar :)

Banded Cat Shark er líklega eini sem að þú finnur á landinu.
Verður alveg metri held ég ef ekki meira :)
Minnir að hrogn hafi kostað um 6000kr. í fiskó!
Rugl, það er til hellingur af FV háfum

http://www.aquahobby.com/gallery/e_bala.php
http://www.aquahobby.com/gallery/e_frenatus.php
http://www.aquahobby.com/gallery/e_bicolor.php
http://www.aquahobby.com/gallery/e_jordani.php
http://www.aquahobby.com/gallery/e_pang.php

Gera rannsókn áður en maður fer að blaðra einhverju sem maður veit ekkert um.

Posted: 26 May 2008, 19:51
by Jakob
Ok vissi það ekki :oops:
Afsakaðu innilega :)

Posted: 26 May 2008, 20:08
by Inga Þóran
Síkliðan wrote:Ok vissi það ekki :oops:
Afsakaðu innilega :)
slappa af í að svara þá þarftu ekki alltaf að vera að biðjast afsökunar :)

Posted: 26 May 2008, 20:17
by keli
Ef maður vill vera anal þá eru þetta ekki háfar, enda ekki brjóskfiskar. Það ferskvatnsdýr sem er næst því að vera háfur eru ferskvatnsskötur.

Allir þessir fiskar sem eru nefndir hér hafa ekkert á bakvið sig að vera kallaðir hákarlar nema lögunina, en (svo til) ekkert líffræðilegt.



En þar sem þetta er í almennu tali kallað hákarlar þá bara go right ahead :)

Posted: 26 May 2008, 22:35
by Andri Pogo
allt að verða brjálað og allir að skamma Síklíðuna fyrir að hafa rétt fyrir sér. :-)
Það er alveg rétt hjá honum að það eru ekki til neinir ferksvatnshákarlar.
Þessir fiskar sem þið eruð að tala um eins og pangasius er kattfiskur og á ekkert skylt við hákarl nema "hákarlalegan" bakugga og útlit eins og Keli segir.

En það er alveg rétt að þeir eru kallaðir hákarlar útaf þessum útlitseinkennum en þeir eru samt ekki hákarlar.

Ekkert að því svosem að tala um þetta sem hákarla þar sem ensku heiti þeirra innihalda 'shark' en það er mjög ruglandi fyrst svo margir halda að um alvöru hákarla er að ræða.

Posted: 27 May 2008, 00:17
by Eyjó
ég er núna að hringja í sjómenn og reyna að redda einum Háfi Image
Sharksaver þú ættir bara að fá þér svona. Þarft bara nokkuð stórt kalt- saltbúr.

Posted: 27 May 2008, 00:26
by Sharksaver
Heyrðu já þakka ykkur öllum ,kærlega fyrir :D Þetta var mjög áhugavert :wink: Mæli með ykkur að horfa á myndina " Sharkwater " http://www.youtube.com/watch?v=ggtxA4wuXzY fyrir link fyrir trailer , mjög góð mynd :wink:

Posted: 08 Sep 2008, 18:42
by baldurinn
ef menn vilja íslenskann hákarl er svartháfur klárlega málið

Image

fékk nokkra svona á lúðunni í sumar

Posted: 08 Sep 2008, 18:47
by Jakob
Þetta er ekki ferskvatnsfiskur :)

Posted: 09 Sep 2008, 15:09
by Elma
nokkuð viss um að baldurinn veit það :) enda fara menn ekki á lúðuveiðar í vötnum á íslandi :P

Ferskvatnshákarlar

Posted: 09 Sep 2008, 15:43
by Bruni
Einhverjir hér hafa verið of fljótir á sér. Þessar skepnur eru til en eru því miður í mikilli útrýmingarhættu.
http://kurrawa.gbrmpa.gov.au/corp_site/ ... ition.html

Posted: 09 Sep 2008, 16:13
by Jakob
Þetta er sjáfar. :)

Posted: 09 Sep 2008, 16:18
by Andri Pogo
Síkliðan wrote:Þetta er sjáfar. :)
neðst á síðunni er talað um nokkrar tegundir sem lifa í fersku vatni í Ástralíu.

Posted: 09 Sep 2008, 16:19
by Jakob
Afsakið :oops:

Re: Litlar hákarla tegundir

Posted: 09 Sep 2008, 17:49
by Gudmundur
Sharksaver wrote:Halló er víst nýr hérna getur eitthver ykkar sagt mér hákarlategundir sem er hægt að kaupa hér á landi? :D
þessir eru oftast til hérlendis

http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... _grein.htm

Posted: 09 Sep 2008, 18:36
by Cundalini
Síkliðan wrote:Sjáfar þá... Það eru ekki til neinir ferskvatnshákarlar :)

Banded Cat Shark er líklega eini sem að þú finnur á landinu.
Verður alveg metri held ég ef ekki meira :)
Minnir að hrogn hafi kostað um 6000kr. í fiskó!
Hrogn :lol:
Pétursskip heitir það :)