takk ásta

já ég hugsa vel um plönturnar mínar , gef þeim fljótandi plöntunæringu á 4ra vikna fresti og skipti reglulega um vatn, var að skipta um 20% núna. tók eftir 3ja eplasnigla eggjaklasanum

hann er töluvert minni en hinir tveir, en i þessum fyrsta sem kom gætu verið allt að 200 egg
ætla að halda smá dagbók um þetta:
18.júní eggjaklasi nr.1
29.júní eggjaklasi nr.2 (11dagar á milli)
2.júlí eggjaklasi nr. 3 (3 dagar á milli)
takk strákar

já þetta er oto

já ég er virkilega hrifin af Cory-unum. myndi vilja hafa fleiri en bara fjóra og þá kannski aðra tegund. þetta er corydoras Schwartz. mjög virkir fiskar, sérstaklega á matartíma og gaman að fylgjast með þeim leita að matnum. náði ekki mynd af aðalfiskunum mínum samt, höfðingjanum honum Brúsk og "konunni" hans, frú Brúsku

(sem eru par af Ancistrum, kk um 13cm og kvk 11cm) þau voru eitthvað feiminn. eignaðist nýja íbúa i gær sem eru svo hamingjusamir! það eru fjórir black molly, 1 kk og 3 kvk. kallinn alveg spólandi á eftir þeim

þetta er eins og að horfa á formulu1, hann alveg brunandi út um allt. sem betur fer er nog af felustöðun fyrir þær. mollyarnir eru alltaf að synda inn i hellinn hans Brúsks, honum til mikilla leiðinda og fílupúkinn rekur þau út með sporðaköstum og látum og strunsar inn i hellinn aftur.
