Spurningar um Bláhákarla

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
SandraRut
Posts: 118
Joined: 29 May 2008, 16:42

Spurningar um Bláhákarla

Post by SandraRut »

Bróðir mömmu minnar bað mig um að spurja einhverja sem vita eitthvað um Bláhákarla, eftirfarandi spurninga :

1. Það var sagt honum að Bláhákarlar yrðu sirka 24cm.
Og svo færi eftir stærðinni á búrinu, hvort hann stækkar meira.
Er það satt?

2. Getur maður haft bara einn, eða verða þeir að vera tveir eða fleiri?

3. Ef hann myndi setja þá bara í sirka 110lítra búr.
Er það ekki nóg fyrir Bláhákarl (einn eða tvo þá?)

Vonandi getur einhver svarað mér/honum :-)
Sandra Rut
Tveir hundar
96lítra Blandað fiskabúr
84lítra Humrabúr
16lítra aukabúr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Bláhákarl heitir Pangasius Sutchi á latnesku svo að þú getur googlað um meiri uppl.

Þeir verða alveg upp í 80cm í búrum, fer samt mjög eftir búrinu, hann fyllir upp 110 lítra búr á 1 ári :lol:
Það þurfa ekki að vera fleiri en 1 í búri.
Í hvaða búð eru þeir?
Hef áhuga á að kaupa þegar að ég kem heim :-)
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Re: Spurningar um Bláhákarla

Post by Andri Pogo »

1. Það var sagt honum að Bláhákarlar yrðu sirka 24cm.
Og svo færi eftir stærðinni á búrinu, hvort hann stækkar meira.
Er það satt?
Það er rétt að yfirleitt fara þeir ekki mikið yfir 30cm í "venjulegum" búrum, en ef búrin eru farin að telja fleiri hundruð lítra eða 1000+ geta þeir mögulega farið upp í meter.

2. Getur maður haft bara einn, eða verða þeir að vera tveir eða fleiri?
Það er hægt að hafa einn en þetta eru hópfiskar í náttúrunni og ég myndi af eigin reynslu mæla með fleiri saman,

3. Ef hann myndi setja þá bara í sirka 110lítra búr.
Er það ekki nóg fyrir Bláhákarl (einn eða tvo þá?)
110L búr er alls ekki nóg nema til bráðabirgða, ég var með nokkra litla í 110L búri, stærsti var 12cm. Þetta eru sísyndandi, hraðsyndir og stressaðir fiskar sem þurfa gott pláss.

hérna eru smá upplýsingar um þessa tegund:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=1059&start=30

en eins og kemur fram þarftu ekki að hafa áhyggjur á að enda með yfir meterslangt kvikindi ef búrið er ekki gígantískt.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply