Skalahrygning

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Skalahrygning

Post by Sirius Black »

Jæja ég keypti mér einn skala í Dýragarðinum ekki alls fyrir löngu, fannst hann svo flottur að ég gat ekki staðist hann. Svo náttúrulega át hann bara eins og hinir en fór að fitna svona ósköp og var við það að springa í dag og ætlaði ég meiri segja að leita ráða hérna bara fyrir nokkrum tímum :P um hvað ætti að gera með svona feitan skala.

Síðan vorum við eitthvað að fylgjast með þeim áðan og ég tók eftir því að skalinn hafði grennst svona líka svakalega, datt í hug hrygning en gat ekki komið auga á neitt. Síðan skoðaði ég búrið eitthvað betur og var alveg eggjaruna eftir einu blaði á plöntu :P beint fyrir framan nefið á manni. Svo fór annar af eldri skölunum að frjóvga eggin að mér sýndist :) efast samt um að þetta takist í þetta skiptið þar sem að þau eru byrjuð að narta smá í eggin :P

En eitt sem að mig langaði að spyrja , en verða skalar mjög grimmir við aðra þegar þeir eru í þessum hugleiðingum svona eins og aðrar síklíður? Eða eru þeir öðruvísi? En þeir eru eitthvað að reka aðra fiska í burtu en samt ekki grimmilega, bara synda smá að þeim og hinir ná því að þeir eiga ekki að vera þarna :P

Image
Hrognin og mamman þarna að synda í kringum þau :P

Image
Hrognin :D og mamman í hægra horninu :)
200L Green terror búr
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Já þau fara að verja svæðið sitt grimmt, eða það gerðu skalanir mínir. Var með 125L juwel búr og þau eltu bardagafiskinn út um allt og lögðu nánast í einelti. Endaði með því ég þurfti að færa bardagafiskinn í 180L búrið.

Þau létu þó trúðabótíurnar og pleggana í friði.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja þetta entist ekki lengi :) um leið og ljósin slokknuðu þá fór gibbinn og saug allt upp :P en þetta hlýtur að gerast aftur.

En smá spurning. Þegar þeir hrygna er þá eitthvað hægt að taka bara hrognin eins og þau leggja sig ef að þau eru svona á plöntu eins og þarna og setja í annað búr, þegar "pabbinn" er búinn að frjóvga þau? Svona til að minnka líkur á að þau verði étin ef að ég vil koma einhverjum skölum upp :)
200L Green terror búr
User avatar
skarim
Posts: 96
Joined: 10 May 2007, 16:34
Location: Hfj

Post by skarim »

Besta leiðin sem ég fann fyrir rest var að nota loftdælu rör og sjúga upp seiðin af laufblöðunum í ílát með smá vatni.

Þessi leið raskar minnst í búrinu. Besti tíminn til að gera þetta er þegar þú sérð að seiðin eru ný byrjuð að sprikla.

Næsta skrefið væri að setja þau í sér búr með ekki neinni möl og leyfa þeim að klára kviðpokastigið.

Seinasta skrefið sem er erfiðasta að mínu mati er að gefa þeim að borða. (passa að gefa þeim ekki of mikið þar sem vatns gæði þurfa að vera góð)

Það sem virkaði best fyrir mig á endanum var að nota "brine shrimp eggs" frosin.
Post Reply