Veikur skalli

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Veikur skalli

Post by diddi »

er með einn skalla sem er búinn að vera frekar skrýtinn undafarna daga og er með soldið stóra bumbu. Svo tók ég eftir því fyrir 2 dögum að það er komið á hann eitthvað hvítt dóterí, veit ekki hvað. Þetta er eins og lítill myglublettur eða eitthvað. Svo syndir hann stundum mjög skringilega og fær stundum einhverja frekay kippi.


Einhver sem veit hvað gæti verið í gangi og hvort málið sé bara að farga greyinu?
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

hvítbletta veiki eða fungus. ekki verra að koma með mynd
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

aight er búinn að taka hann úr búrinu og láta í ílát. Setti hvítblettaveikis lyf hjá honum. en ef þetta er fungus er þá engin hætta á að hinir fiskarnir hafi fengið þannig líka?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fungus á ekki að vera smiandi en fylgstu með hinum fiskunum ef þetta er eitthvað annað.
Er þessi hvíti blettur stór eða lítill? (með lítill meina ég ca. eins og títiprjónshaus)
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

það er einn blettur sem er kannski 2-3mm og svo eru nokkrir minni. Þessir blettir eru samt soldið útstæðir, eins og hrúður eða eitthvað álíka.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er ekki beint smitandi, en þetta kemur venjulega upp þegar vatnsgæði eru ekki góð. Og þá er líklegt að þetta komi upp í fleiri fiskum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply