takk fyrir það Brynja

ég alveg dýrka kettina mína, þótt þeir geti mjálmað út í eitt af athyglissýki
smá upplýsingar um þá.
í stuttu máli sagt:
sá "grái" : er hreinræktaður skógarköttur. Hann er ns, en ns er litakóðinn yfir black/smoke. Hann heitir Víkingur í ættbókinni en ég kalla hann Úlf

Hann er algjör prakkari og finnst gott að láta klappa sér og finnst svaka spennandi þegar ég er að skvetta á hann vatni. Honum finnst líka þægilegt að liggja í sturtubotninum þegar einhver er búin í sturtu. þessir kettir eru frekar seinþroska en þeir eru alveg fjögur ár að verða fullvaxta; karldýrin geta orðið 7kg eða meira en kvendýrin um 4kg og upp í 5kg . þeir fá flottan ljónsmakka á veturnar og "buxur" sem eru síð hár aftan á afturfótunum, sem hverfa á sumrin en skottið er alltaf loðið, þetta eru hálfsíðhærðir kettir og ekkert svo mikil vinna að halda feldinum flottum

bara greiða þeim reglulega. þessir kettir "purra" , þeir mjálma ekki. Kemur bara svona "puuurrrrrr" en ef þeir eru eitthvað að frekjast þá getur alveg heyrst í þeim mjálm.
smá dúllu mynd frá þvi að hann var nokkurra vikna:
Bella:
eins og ég kalla hana er blanda af persa/skógar og "venjulegum" ketti. ekki er vitað hver pabbinn er en hann hefur hugsanlega verið eins og hún er á litinn þvi að mamma hennar er silfur grá. Hún erfði löngu hárin frá þessum tegundum enda er hún frekar loðin. ekkert mál að snyrta hana en henni finnst ekkert mál að fara undir sturtuhausinn og láta buna á sig. hef allavega ekki heyrt neinar kvartanir ennþá :)Hún vill bara drekka úr krananum inn á baði og leggst ofaní vaskinn ef hún þarf að bíða lengi eftir einhverjum og sofnar þá oftast, en lætur í sér heyra ef einhver er heima og mjálmar fyrir neðan vaskinn þangað til einhver skrúfar frá vatninu. Hún er rosalega góð, hefur aldrei bitið mig eða klórað. Hún er með lítið hérahjarta og er frekar hrædd við ókunnuga, en ef einhver dinglar dyrabjöllunni þá urrar hún, hehe. ágætis varðhundur. Uppáhaldið hennar er harðfiskur og rækjur.
og ein dúllu mynd af Bellu, nokkrum dögum eftir að ég fékk hana:)
