Annar Yellow Labinn minn hefur nánst ekkert borðað í rúma viku. Setji hann upp í sig bita spýtir hann honum aftur út. Hann fer oft undan í flæmingi þegar hinir borða. Ekki að sjá neina bletti eða sár eða þvíumlíkt, sé bara að hann er að horast.
Veit einhver hvað er að?
Allir hinir fiskarnir í búrinu (Malawíbúr) eru hressir.
Er labinn nokkuð mikill um kjálkann og er etv kerling? Ef svo er, þá er hún með seiði uppí sér og mun ekkert éta í 3-4 vikur
Annars getur þetta verið margt, líklega einhver bakteríusýking. Hvað sem þetta er, þá sakar ekki að hækka hitann um 1-3 gráður og smella smá salti í - t.d. 2gr á líter (í 2 skömmtum með nokkurra klst millibili)
Get ekki séð að hann sé með seyði, hann opnar munninn stundum og finnst mér ekkert að sjá og hann er ekki mikill í kringum munninn, veit ekki hvort kynið þetta er, fæ mismunandi svör um það frá þeim sem vita meira. þeir eru báðir eins með dökkar rákir bæði að ofan og neðan. Einhvers staðar las ég að kvk. væri ekki með dökka rák að neðan??
Getur kannski einhver frætt mig um kyngreiningu á Yellow Lab??
Mér til mikillar gleði er fiskurinn að hressast. Nú fyrst í kvöld sá ég hann borða án þess að láta út úr sér Ég gerði ekkert sérstakt, þetta bara breyttist sisona!
Best ég skjóti á ykkur einni spurningu hér: Þið sem eigið síkliður, gefið þið þeim blóðorma, las á erlendri vefsíðu að það væri ekki æskilegt fæði fyrir síkiliður
Malawi mbunur hafa ekkert sérstaklega gott af blóðormum og öðru svipuðu fóði þar sem meltingavegur þeirra ræðu illa við það. Það er er þó í fína að gefa blóðorma osf td. 1x í viku og gefa að mestu grænfóður aðra daga, td. Tetra pro vegtable og ýmislegt grænmeti til hátíðabrigða, gúrku, baunir, broccoli osf.