Amphiuma salamöndruskrímsli til sölu - BÚIÐ

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Amphiuma salamöndruskrímsli til sölu - BÚIÐ

Post by Andri Pogo »

Ætla að rýma aðeins til fyrir nýjum fiskum og þar sem nokkrir hafa verið áhugsamir um salamöndruna ætla ég að prófa að auglýsa hana.

Three-toed Amphiuma / Amphiuma tridactylum
Amphiuma salamöndrurnar skiptast í þrjár tegundir, sem flokkast eftir fjölda "táa" á löppum þeirra.
Eins táa, tveggja táa og þriggja táa. Að öðru leiti eru þær svipaðar en þessi sem um ræðir er þriggja táa.
Lappirnar eru í margfalt minni skala en búkurinn sjálfur og virðast ónothæfar, þær synda og hreyfa sig að snákastíl.
Amphiuma salamandran er vatnadýr og þarf ekki að komast upp á land.
Hún getur þó lifað í einhvern tíma upp úr vatni ef raki er fyrir hendi, hún ferðast stundum milli staða á landi í miklu rigningaveðri.
Fullorðin salamandran notast við lungu en er ekki með utanáliggjandi tálkn og þarf því stinga hausnum upp úr vatninu til að sækja sér loft.
Amphiuman er næturdýr og grefur hún sig niður í jarðveginn yfir daginn og stingur gjarnan bara hausnum upp úr holunni.
Amphuiman er ofarlega í fæðukeðjunni í heimkynnum sínum og étur orma, humra, fiska, skordýr, snáka, minni salamöndrur og fleira.
Hún þarf að passa sig á stórum snákum og krókódílum en er þó dugleg að verja sig frá rándýrum og mönnum með kraftmiklu biti.
Amphiuman er ekki algengt gæludýr og eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga.
Búrið þarf að vera mjög vel lokað með þungu loki.
Búrfélagar munu flestir hverfa á endanum, hún gæti þó mögulega verið með hraðsyndum fiskum til lengri tíma.
Sýna skal mikla varkárni þegar þær eru meðhöndlaðar eða við vinni í búrinu, þó þær sjái illa eru þær snöggar að leggja til atlögu ef þær skynja hættu eða bráð.


Þessi er nánast fullvaxin eða rúmlega 80cm og hún hefur gildnað vel hérna enda dugleg að borða.

Nokkrar myndir:
Image

Image

Image

Image
Mynd: Brynja

Nokkur video:
Image Image Image Image

Image Image Image Image Image

Nánari spurningar velkomnar
tilboð óskast í einkapósti
Last edited by Andri Pogo on 13 Jul 2008, 12:52, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Forvitnir eru velkomnir í heimsókn að skoða kvikindið :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Farin
-Andri
695-4495

Image
User avatar
siggi86
Posts: 639
Joined: 27 Mar 2008, 19:39
Location: Húsavík

Post by siggi86 »

hver kaupti? :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ég gaf Fjölskyldu- & húsdýragarðinum hana.
Þar er hún til sýnis fyrir skólahópa og þess háttar en fer líklegast í almenna sýningu seinna meir þegar fiskadeildin þeirra stækkar.
-Andri
695-4495

Image
Post Reply