Page 1 of 6
530 lítra Garra búr
Posted: 01 Jul 2008, 22:09
by Arnarl
Nýja búrið er komið
Tegund 530 lítra Akvastabil
Stærð 160x60x60cm
Lýsing 2x80W T5 Tengdar við sunriser
Hreinsibúnaður Amtop at-3338 1200 l/klst
það er sama birta í þessu búri og búrinu niðrí Dýragarði og sami sandur
Kiddi er að panta fyrir mig fiska í búrið en það fara í það 3 óskarar, Senegalus, Paroon shark ég á þessa 3 þeir eru bara með hvítbletta veiki þannig þeir fara ekki í búrið fyrr en í næstu viku.
Posted: 01 Jul 2008, 22:15
by Brynja
Til hamingju!.. hlakka til að sjá myndir!
Posted: 01 Jul 2008, 22:27
by Ásta
Til hamingju með búrið
Posted: 02 Jul 2008, 17:31
by Arnarl
530 er ekki komið ennþá er að bíða eftir tilboði frá Kidda
Chönnurnar vildi ég ekki trufla en minnsta er 5 cm stærsta er þá um 7 cm
var að mæla senegalus hann er 10 cm
getur einhver sagt mér hvað þetta hvíta er á bakinu á honum?
Posted: 02 Jul 2008, 19:18
by Arnarl
endilega komið með tillögur um monster í búrið þar sem ég er nýr í monsterum og veit ekki um mörg, langar í eitt stórt og sjáandlegt monster sem mun ráða í búrinu
Posted: 02 Jul 2008, 19:32
by Andri Pogo
þetta hvíta eru rispur á honum, þetta kemur alltaf öðru hvoru hjá mér.
Hann hefur rispað sig á einhverju skrauti og slímhúðin farið af.
láttu þér bara ekki bregða ef þú sérð þetta gerast með chönnurnar
stærðarmunurinn á þeim var mjög lítill, kannski 1cm:
Ég myndi ekki setja neinn stóran fisk með þeim til að byrja með amk, þær eru svo litlar enn og yrðu bara matur.
Svo er ekki víst að það verði hægt að hafa neitt með þeim þegar þær stækka.
Sumar verða mjög grimmar, sumar ekki... Ef par myndast hjá þeim á þriðji eftir að verða drepinn og hugsanlega aðrir fiskar líka.
Posted: 02 Jul 2008, 19:34
by Arnarl
ókey en ég var að að pæla mundi rekki vera betra, þegar ég fæ stóra búrið að setja það upp og setja fiska í það og leifa þeim að venjast og setja svo chönnurnar?
Posted: 02 Jul 2008, 19:36
by Andri Pogo
fer eftir því hvað fiskarnir verða stórir, ef chönnurnar verða settar eftirá í búrið gætu þeir sem fyrir eru litið á þær sem fóður.
Posted: 02 Jul 2008, 20:41
by Arnarl
jæja var að gefa chönnunum fult af rækju en það var ekki auðvelt, þræddi rækjur uppá ginnu og dorgaði þanga til þær stukku á "bráðina" og áttu hana ekkert smá flott að sjá þær ráðast á rækjuna
Posted: 11 Jul 2008, 14:03
by Jakob
Myndir!
Posted: 11 Jul 2008, 18:04
by Arnarl
ég er önnum kafinn í tjarnar gerð hef ekkert verið heima í sumar, en mamma kemur í bæinn á þriðjudaginn og þá fer ég að vesenast að koma 530 lítrunum upp
Posted: 16 Jul 2008, 18:09
by Arnarl
Var að koma úr fiskaleiðangri fór í fiskó og keypti 1 lutino, 1 tiger og 1 venjulegann Óskar og long fin pangasius, getur einhver sagt mér latneska heitið yfir long fin pangasius eða vísindanafnið?
Posted: 16 Jul 2008, 18:44
by scalpz
Posted: 16 Jul 2008, 23:12
by Andri Pogo
Pangasius Sanitwongsei.
hérna eru smá grunnupplýsingar um hann:
http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?p=11523#11523
Posted: 18 Jul 2008, 18:24
by Arnarl
myndavélin er batterýslaus kem með myndir þegar ég fæ batterý, er einhvað varið í þessa blöndu hjá mér?
íbúar búrsins eru:
3x Channa obscura
1x senegalus
3x óskarar
1x pangasius
3x ancistrur
1x gibbi eða pleggi en hann fer í tjörnina þegar hún verður stöðug í 20°
Posted: 18 Jul 2008, 19:29
by Andri Pogo
ég er ekki viss að þessir stækka á sama hraða og allt verði í gúddí.
óskararnir verða fljótt stórir og eiga liklega auðvelt með að éta chönnurnar.
Svo aftur á móti ef chönnurnar ná að stækka munu þær hugsanlega para sig og drepa þá þriðju og jafnvel fara illa með hina fiskana.
ég held að þetta gæti gengið ef þú færir alla fiskana nema chönnurnar sem fyrst í stærra búr því þetta endist ekki lengi og leyfðir svo chönnunum að stækka í friði í 100L búrinu.
Posted: 19 Jul 2008, 18:06
by Arnarl
Ókey og láta þær þá bara vera í 100l búrinu alltaf?
530 lítra búrið er kannski í skipinu ef það er þá kemur það á þriðjudaginn ef ekki þá næsta þriðjudag
Posted: 19 Jul 2008, 18:09
by Andri Pogo
já eða þar til þær verða of stórar fyrir það búr, þær verða um 30cm en það gæti dugað í góðan tíma.
Posted: 05 Aug 2008, 17:33
by Arnarl
Jæja nú þarf ég að fara fækka búronum og gera pláss fyrir 530 lítra búrið swem ég er að fara sækja á eftir, þeir sem hafa farið í dýragarðinn nýlega hafa örugglega séð það:D en núna eru 3 búr inni í herbergi og 3 instungur í herberginu svo er tölvann þannig ég er í ljóta veseninu, er allt í lagi að vera með 3 búr og tölvu og allt sem því fylgir á einni innstungu?
kem kannski með myndir af búrinu á eftir
svo er helv hvítbletta veiki í 100 lítra búrinu þannig fiskarnir þar flytja ekki strax
Posted: 05 Aug 2008, 17:57
by Andri Pogo
ég hef verið með ansi mikið á einni innstungu, þó ég hafi ekki verið hrifinn af því þá gekk það alveg. T.d. stóra búrið, tölvu, lampa og fleira.
Posted: 05 Aug 2008, 20:20
by Arnarl
já ókey þetta á samt ekki eftir að virka því það er sama öryggi í herberginu mínu og eldhúsinu og eldavélinni:S Rafvirkinn stakk af hann ætlaði að laga þetta,
en ég var að ná í búrið:D
Posted: 05 Aug 2008, 20:46
by scalpz
Posted: 13 Aug 2008, 21:19
by Arnarl
Fékk steinabakrunn hjá dýragarðinum og svona gel til að setja á hann, og ég gerði það og byrjaði að fylla það svo tók ég eftir að Bakrunnurinn væri að losna af þannig þurfti að tæma það og fékk ég áðann 2 túpur af þessu geli og byrjaði að fylla búrið og þá var hann að losna á sama stað!
þannig er að' tæma hann núna og ætla ég að skella gamla góða límbandinu á
en ég er búinn að gera grjótgarð og allt ready, ætla reyna skella fiskonum í búrið á morgunn
nema Hákarlinum hann er ennþá með brúnardoppur(þýðir það ekki að hvítblettaveikin sé dauð og á efitr að detta af?) snúran í myndavélina er týnd þannig ég kem með myndir um LEIÐ og ég finn hana
Posted: 13 Aug 2008, 22:46
by keli
þreifstu bakgrunninn og glerið vel áður en þú settir silikonið? Það þarf að vera mjög vel þrifið og mikið af silikoni til þess að bakgrunnurinn tolli á.
Posted: 13 Aug 2008, 22:53
by Arnarl
jább gerði það hann beiglaðist bara smá á þessum stað þannig ég límdi bara með límbandi en ég fann snúruna í myndavélina þannig hérna eru nokkrar myndir
Svona var herbergið áður en ég setti skápinn upp, léleg mynd
Hérna er heildar mynd áður en ég þurfti að tæma það
Svona var dælan en hún er öðruvísi núna þetta var ekki að virka
hvenær er hægt að setja Fiskana í búrið?
Posted: 13 Aug 2008, 23:14
by Andri Pogo
til hamingju með flott búr
hvaða fiskar eiga svo að fara í það fyrir utan þessa sem þú átt?
Posted: 14 Aug 2008, 18:34
by Arnarl
Takk
uu Kiddi ætlar að panta eh fiska fyrir mig svo var ég að kaupa mér Synodontis multipunctatus hann er um 15 cm
Posted: 15 Aug 2008, 20:52
by Arnarl
Allir fiskarnir komnir í búrið nema Hákarlinn hann er með svona eins og fiskar í hvítbletta veiki nema það er brúnt
en allir fiskarnir glaðir og sprækir, eina vandamálið er sunriserinn hann er alltaf 1 tíma að slökkva á sér(á að vera 2 tíma) svo kveikir hann ekkert á sér aftur, það er örugglega eh stillingar atriði sem ég kann ekki
setti svona bactozym töflur í búrið í gær
Posted: 15 Aug 2008, 21:43
by Andri Pogo
ef þetta er þessi venjulegi sunriser á hann ekki að vera 2 tíma að slökkva/kveikja heldur innan við klst, 45min ef ég man rétt.
ef hann kveikir ekki á sér svo aftur eftir 12tíma þá þarftu að kveikja með takkanum og þá ætti þetta að vera komið inn.
Hef lent í svona ruglingi þegar ég hef verið að breyta að rútinan fer ekki í gang með því að slökkva, bara með því að kveikja.
Posted: 15 Aug 2008, 21:51
by Arnarl
já ókey, Kiddi og Gunni dýragarðsmenn sögðu að hún væri 2 tíma að slökkva og 2 tíma að kveikja þannig það væri 8 tíma full birta