snigla vandamál/plága

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

snigla vandamál/plága

Post by Elma »

er örugglega búin að drepa 150 litla snigla i búrinu hjá mér, síðustu 4 daga, já ég veit ég er algjör sniglamorðingi :roll: þetta eru litlir (og sumir pinku litlir) brúnir sniglar sem komu með einhverri plöntu sem ég fékk, skelin er hálf gegnsæ og brún/ljósbrún og þeir eru frekar flatir. kann einhver ráð við þessari plágu? þeir koma allir á glerið þegar ég slekk ljósin á kvöldin og á morgnana þá þarf ég að byrja á þvi að fara killing spree í búrinu að drepa þessi kvikindi, þeir hakka plönturnar i sig eins og engisprettu faraldur :evil: hef tekið þær upp úr og strokið þær allar og plokkað sniglana af, ryksugað botnin og kálað fleiri hundruðum á glerinu og týnt upp stærri snigla en ekkert virkar.. kann einhver ráð?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

bótíur :D þær elska snigla :lol:
er að fikta mig áfram;)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Trúðabótíur hreinsa þetta upp, gerði prufu á 70L búri fyrir ekki svo löngu síðan sem var pakkað af sniglum

setti 5 bótíur í búrið og þær voru ekki lengi að kála þeim öllum
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já var einmitt að hugsa um að fá mér bótíur til að hreinsa til, en ég á von á litlum eplasniglum fljótlega sem eiga eftir að klekjast út og ég er með fimm soldið litla i búrinu. borða þær ekki þá líka?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Alla snigla
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

bættu við hvítlaukssmjöri og smá rauðvín þá er þetta hreinn herramanns matur. nei bara grín skella sér á bótiur eða puffer hrein tær snild
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hef heyrt að bótíur séu heldur ofbeldisfullar við suma fiska þannig að já.. hef áhyggjur bæði af fiskunum minum og eplasniglunum. ég veit ekki hvað ég á að gera :væla: væri samt alveg til i að setja tvær til þrjár tímabundið í búrið og láta þær svelgja sig út af sniglum :)

naggur já væri alveg til i það, en sniglarnir eru svo litlir að það er ekki fyrirhafnarinnar virði, þeir eru svo litlir :P hef samt smakkað snigla og þeir voru bara góðir 8) eldaða auðvitað
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Þegar fólk talar um að bótíur séu með leiðindi gagnvart öðrum fiskum er það vegna þess að fólk er með þær í hópum undir 5.stk og þá fara þær að atast í hinum fiskunum, en ef þær eru hafðar í 5+.stk þá eru þær bara að fíflast í hvorum öðrum

Er sjálfur með 6 bótíur með diskus, gúbbý, neon, bardagafisk, sköllum o.fl og þær eru alveg til friðs

Epla sniglar hafa aðeins meiri möguleika gagnvart bótíum
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já hmm.. ég þarf að hugsa aðeins um þetta..

takk samt allir fyrir svörin :D
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Post Reply