Er búinn að kaupa nokkra nýja fiska undanfarna 3 daga. Eru allir í 400L búrinu með öðrum fiskum sem að voru í minni búrunum.
Í búrinu er:
11. Júlí 2008
1x Silver Arowana
1x Red Belly Pacu
1x Paroon Shark
1x Blue Stripe channa
3x P. Senegalus
1x P. Ornatipinnis
Hlakka mest til að sjá Pacu, Arowönuna og Chönnuna stækka.
Þetta verður all svo rosa stórt og flott ...og plássfrekt
Kem með myndir eftir helgina þegar að myndavélin kemur úr viðgerð.
Það er slatti af gróðri. Allur gróðurinn var klipptur um daginn og er mestur um 15cm.
Plöntur:
Valisneria Americana
Valisneria Gigantea
Valisneria Spiralis
Svo 3 aðrar tegunir sem að ég veit ekkert hvað heita.
Hvað er pacuinn stór og hvenær á svo að fá sér monster búr undir monster fiskana? Annars þarftu að hafa þolinmæði með pacu því þeir stækka hægt miðað við hina.
Hvernig væri að klára að borga fyrir fiskana sem þú fékkst hjá mér fyrir 3 vikum í stað þess að kaupa sífellt nýja ?
Ég ætla að gefa þér séns til 22.00 í kvöld til að koma þessu til mín, þú veist sjálfur hvað þú hefur lofað þessu itrekað en aldrei staðið við neitt.
Það virðist ekki vera hægt að ná í þig í síma og þú hringir ekki til baka þegar ég skil eftir skilaboð heima hjá þér þannig ég verð að láta þennan þráð þinn duga.
Strákormurinn þarf að fara að skilja að það þarf þroska til að lifa í samfélagi fullorðinna.... persónulega finnst mér hann (þú, ef þú ert að lesa þetta!) fara heldur yfir strikið hérna stundum. EF að fólk er á einhverju 11 - 14 ára plani þá er kannski ráð að halda sig bara á Dýraríkinu. Mín skoðun!
Arnarl wrote:Er allveg sammála ekki hægt að hundsa svona en ég væri til að heyra hvernig þessi "viðskipti" fóru framm
hvað viltu vita ?
hann sendi mér póst og sagðist vilja kaupa þessa fiska, ég hugsaði málið og samþykkti svo að selja þá.
Sömdum um verð, hann fékk reyndar afslátt vegna annars fisks sem hann ætlaði að kaupa líka en hætti svo auðvitað við hann.
Ég keyrði fiskana heim að dyrum til hans 22.júní s.l. en fékk ekki borgað því hann var ekki heima. Þurfti að hafa ítrekað samband við hann til að hvetja hann til að borga mér og fékk loks hluta greiddan eftir um viku. Restina hef ég ekki enn séð þrátt fyrir nokkur loforð, síðast sagðist hann ætla að koma með þetta í gærkvöldi.
Væri ekki bara best að sleppa því algjörlega að eiga nokkur viðskipti við guttann ef þetta eru viðskipta hættir hans. Finnst bara að ef maður ætlar að senda fólki ep um að kaupa fiska af því að það sé algjört lágmark að maður eigi fyrir því sem keypt er. En auðvitað að láta gutta klára að borga restina.
Arnarl wrote:Er allveg sammála ekki hægt að hundsa svona en ég væri til að heyra hvernig þessi "viðskipti" fóru framm
hvað viltu vita ?
hann sendi mér póst og sagðist vilja kaupa þessa fiska, ég hugsaði málið og samþykkti svo að selja þá.
Sömdum um verð, hann fékk reyndar afslátt vegna annars fisks sem hann ætlaði að kaupa líka en hætti svo auðvitað við hann.
Ég keyrði fiskana heim að dyrum til hans 22.júní s.l. en fékk ekki borgað því hann var ekki heima. Þurfti að hafa ítrekað samband við hann til að hvetja hann til að borga mér og fékk loks hluta greiddan eftir um viku. Restina hef ég ekki enn séð þrátt fyrir nokkur loforð, síðast sagðist hann ætla að koma með þetta í gærkvöldi.
Kannski að ég bendi á að peningurinn fyrir lungnafiskinn er að renna í gegnum kerfið og það tekur sinn tíma hjá Reykjavíkurborg.
kanski á hann ekki pening..allur peningurinn búin í nýju fiskanna.
þá er bara að skila hinum sem hann ætlaði að kaupa af þér...
nema hann sé búin að selja hann lika
nei seiji svona....
ulli wrote:kanski á hann ekki pening..allur peningurinn búin í nýju fiskanna.
þá er bara að skila hinum sem hann ætlaði að kaupa af þér...
nema hann sé búin að selja hann lika
nei seiji svona....
það er bara ekki í boði, ég seldi honum tvo fiska, honum tókst að láta drepa annan þeirra og hinn sem eftir er getur ekki farið aftur í búrið mitt.
Ég tók þann frá vegna veikinda hjá mér en þegar hann hafði náð sér ætlaði ég að færa hann aftur í búrið en hann var ekki lengur velkominn af þeim stærsta (Clown knife).
Þessir fiskar hafa möguleika á að alast upp saman í góðu en það er yfirleitt ekki til árangurs að bæta þeim út í svona stórum.
Skrítið að borga ekki fiska sem að voru keyptir fyrir löngu síðan en vera svo að grobba sig af fiskum keyptum liggur við í gær :S finnst þetta hrikalega lélegt og myndi maður varla þora að selja honum eitthvað ef að maður fær það svo ekki borgað þegar upp er staðið :S
En sammála einhverjum fyrir ofan, er ekki komnir milljón þræðir um þetta blessaða 400L búr þitt?
Ég er nú ekki að hundsa þetta. En ég biðst innilega afsökunar á því að hafa ekki borgað. Þegar ég svo loksins gat það var tekin snögg ákvörðun af pabba að fara útúr bænum.
ÞETTA MUN EKKI KOMA FYRIR AFTUR OG ÉG MUN BORGA EINS FLJÓTT OG ÉG MÖGULEGA GET!
Ég vona að þú getir fyrirgefið mér þetta Andri. Get það nú varla sjálfur.
Ef þú hefur verið að komast í Kópavoginn að kaupa fiska sé ég ekki ástæðu fyrir að hafa ekki komist hingað að borga þetta.
Það eru liðnar tvær vikur frá því þú borgaðir hluta og sagðist ætla að koma næsta dag með rest...
Að láta svona langan tíma líða án þess að klára þetta myndi ég ekki kalla neitt annað en að hunsa mig þegar þú getur mætt á slaginu að kaupa úr nýrri fiskasendingu í Kópavoginum.
Eins fljótt og þú mögulega getur er bara ekki nógu gott svar því það gæti þýtt enn fleiri vikur í mínum augum.
Segjum bara að þú komir með þetta í kvöld fyrir kl.22, annars er ég að hugsa að skella löngu tímabærum vöxtum á þetta.
Vissulega "óheppilega" að málum staðið hjá stráknum, en held það sé nú ekki ástæða til að taka hann af lífi hérna, hann vonandi lærir á þessu skrattakollurinn
hey ekki fallegt af honum en kommon erum við að tala um einbýlishús eða 50 kúlur ógreiddar. þvílíkt synd. hans lærdómur, en líka þinn að selja 15 ára gutta áður en peningur kemur.
maður er jafndauður fyrir 10 þús kall til eða frá.
er ekki að réttlæta strákinn.
bara að meina að það myndi ekkert réttlæta sjónvarpsauglýsingu um það að jón útí bæ skuldaði hundrað þús kall