Nautahjörtu!
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli
Nautahjörtu!
Ég hringdi í Kjöthöllina í gær og spurðist fyrir um nautahjörtu, þeir spurðust fyrir í sláturhúsinu og pöntuðu fyrir mig..... ein 6 kíló! Það kostar 300 kr kílóið og ef einhver vill fá hluta hjá mér þá sæki ég þetta seinnipartinn í dag. Sendið EP
Það er ansi mikið hagstæðara en pípó kallinn var að fá þetta á
Ég er góður í bili, bara nokkrar vikur síðan ég hakkaði niður 6 hjörtu.. og hvert hjarta er amk 2 kíló, kannski 1kg snyrt.
Ertu með einhverja sérstaka uppskrift sem þú ætlar að fara eftir?
Ég er góður í bili, bara nokkrar vikur síðan ég hakkaði niður 6 hjörtu.. og hvert hjarta er amk 2 kíló, kannski 1kg snyrt.
Ertu með einhverja sérstaka uppskrift sem þú ætlar að fara eftir?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Sambandi með uppskriftina þá hef ég verið að lesa mér til... ætla að setja Spirulina í duftformi, spínat og hvítlauk, sennilega á sama hátt og ég elda, slatta hér og slatta þar! Ég er meira á því að reyna sem mest að ná blóðinu úr áður en ég hakka og "vinda" það vel heldur en að setja einhver hleypiefni útí. Ég þigg allar ráðleggingar!
Ég myndi sleppa duftinu. Það verður bara til þess að þetta fer útum allt.
Ég hakkaði þetta einusinni hjá mér og bætti svo laxi, rækjum, ýsu (aðeins soðin fyrst), grænum baunum, hvítlauk og það sem ég hafði við hendina.. Er með nokkrar mismunandi blokkir en fiskarnir eru hrifnastir af því sem er bara nautshjarta eða nautshjarta með hvítlauk
Til að ná blóðinu mæli ég með að dreifa pínu úr hakkinu strax eftir að hakka þannig að það geti lekið af því.. einhverja grind t.d.
Þarf ekki að vera lengi og passa að hakkið "þorni" ekki því þá missa fiskarnir áhuga á því. Svo er mikilvægt að hafa góða poka undir þetta, því kjötið þornar í frystinum ef það er ekki vel lokað og fiskarnir vilja það helst bara ef það er rautt og flott.
Ég hakkaði þetta einusinni hjá mér og bætti svo laxi, rækjum, ýsu (aðeins soðin fyrst), grænum baunum, hvítlauk og það sem ég hafði við hendina.. Er með nokkrar mismunandi blokkir en fiskarnir eru hrifnastir af því sem er bara nautshjarta eða nautshjarta með hvítlauk
Til að ná blóðinu mæli ég með að dreifa pínu úr hakkinu strax eftir að hakka þannig að það geti lekið af því.. einhverja grind t.d.
Þarf ekki að vera lengi og passa að hakkið "þorni" ekki því þá missa fiskarnir áhuga á því. Svo er mikilvægt að hafa góða poka undir þetta, því kjötið þornar í frystinum ef það er ekki vel lokað og fiskarnir vilja það helst bara ef það er rautt og flott.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
tungan er furðulegt kjöt - hentar ekki í fiska.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ég hef keypt svona sparikassa hjá kjöthöllinni og tók eftir að þeir fengu hráefnið frá sláturhúsi og unnu það síðan sjálfir, þess vegna datt mér í hug að þeir gætu reddað þessu. Það eru kannski fleiri milliliðir hjá Nóatúni sem smyrja á á leiðinni. Hugsa að þetta snúist um að þetta er hreinn vöðvi, ekkert nema prótein, og ríkur af járni. GG.. Tungan er örugglega mjög góð líka af sömu ástæðu!
Það sem ég fékk umfram eigin notkun er nánast örugglega lofað! Ég veit að þessi pöntun olli mikilli kátínu í búðinni, þeir kölluðu víst hvorn annan "hjartað mitt" allan daginn Þeir verða örugglega mjög hissa ef það flæða inn pantanir!Squinchy wrote:Því hjartað inniheldur nánast enga fitu, ég er til í hjarta eða tvö