Page 1 of 1
Arrowana að borða andarunga
Posted: 02 Aug 2008, 00:53
by skarim
Þetta er viðbjóður: Arrowana að borða andarunga
Fjarlægt af umsjón.
Posted: 02 Aug 2008, 00:59
by Andri Pogo
já ég sá þetta einmitt fyrr í dag...
Inga sat á móti mér, fór að hlægja og sagði að hún þyrfti að taka upp viðbrögðin hjá mér við þetta video. Þetta er frekar ljótt og mér fannst öndin full stór líka.
Posted: 02 Aug 2008, 01:06
by gudrungd
Æi þetta er subbulegt, lífið er tík en það er óþarfi að taka það upp á tape. Ekkert eðlilegt við þetta, bara kvikindisskapur.
Posted: 02 Aug 2008, 01:07
by Inga Þóran
mér finnst þetta ferlega ljótt myndband! greyið unginn
Posted: 02 Aug 2008, 05:00
by Brynja
æjj þetta finnst mér ekki fallegt... gat ekki klárað að horfa á þetta..
Posted: 02 Aug 2008, 17:30
by Vargur
Ég ákvað að taka þetta út.
Mér finnst ekkert spennandi að horfa á dýr í dauðastríði.
Posted: 03 Aug 2008, 15:59
by keli
Fatta þetta ekki alveg... nennti ekki að horfa á til enda en ég skil ekki hvað fólk fær útúr þessu
Posted: 04 Aug 2008, 01:34
by Elma
gæti aldrei gert svona, að horfa upp á greyið ungan berjast fyrir lífi sínu. ógeðslegt. að vera svona kaldtarifjaður að horfa upp á þetta
Posted: 27 Feb 2010, 14:55
by BjarkiSnær
Ég sé engann tilgang með því að setja myndbönd af fisk/um að borða aðra lífveru. Þetta er eiginlega bara sadismi, Og ef einhverjum finnst gaman/ gott að horfa á þetta ætti hann að halda því fyrir sjálfan sig.
Posted: 27 Feb 2010, 16:39
by keli
Af hverju í fjandanum ertu að svara þræði sem er næstum 2ja ára gamall?
Posted: 27 Feb 2010, 18:16
by SadboY
Hann fær hrós fyrir að nenna að lesa sig svona langt aftur í tímann
En já, passa sig á að kommenta ekki á gamla pósta
Posted: 27 Feb 2010, 18:31
by Vargur
Allt í lagi svo sem að commenta á gamla pósta ef menn hafa eitthvað nýtt fram að færa í umræðuna en alger óþarfi menn eru bara að endurtaka það sem kemur fram í þræðinum.