Jæja, fékk mér tvo skala fyrir nokkrum mánuðum og hitti þannig á að þeir voru hrygna og hængur og hafa þeir hrygnt hjá mér.
Á dæluna að sjálfsögðu rétt fyrir ofan inntakið, var að velta því fyrir mér hvort það væri sterkur leikur að slökkva bara á dælunni og setja tvær aðrar, SMÆRRI, dælur í búrið rétt á meðan seiðin eru þarna???
Svo ef seiðin lifa það lengi að þau fara á annan stað í búrinu og byrja að sprikkla og eitthvað, væri það þá rétt eða rant hjá mér að reyna að sjúga nokkur þeirra upp og gefa þeim von í 50L búri, með dælu og hitara og engri möl??
Hef ekki mikla trú að þau lifi , en gaman samt að reyna, þar sem búrið inniheldur sirka 30 tetrur sem.. já, finnst seiði mjög góð. Og mjög líklega fyrsta hrygning hjá þeim hjónum þannig að það gerir það væntanlega ennþá ólíklegra að þau lifi..
Hvað haldið þið?
Skala að hrygna.... rétt eða rangt?
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Er sjálfur að horfa á mína skala að hrygna á rörið fyrir ofan inntakið á tunnudælunni
Ætla ekkert að breyta neinu, bara leyfa þeim að sjá um þetta
Ætla ekkert að breyta neinu, bara leyfa þeim að sjá um þetta
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is